Morgunn - 01.12.1940, Síða 74
200
MORGUNN
svaraði hún .... Aðrir fundargestir snertu glasið einnig-
og gengu úr skugga um, að það var kalt. En þá tilkynnti
Mr. Home að nú væri lampaglasið aftur orðið heitt. Fólk-
ið snerti það í annað sinn og þá var það orðið svo heitt,
að jafnvel sá fjórði, sem snerti það, fékk blöðrur á fing-
urna, sem hann bar í marga daga ....
Þá gekk Mr. Home að opnu eldstæðinu, kastaði lampa-
glasinu á logandi eldinn og lét það liggja þar í 4—5 mín-
útur . . . tók síðan rólega glasið og hélt á því svo heitu,
að óðara kviknaði á eldspýtu, sem borin var að því.
Þá gekk hann að eldstónni, velti glóðunum til og tók upp
hvítglóandi kolamola, lagði hann á lampaglasið og síðan
í kjöltu húsmóðurinnar, sem var í hvítum, léttum „músse-
líns“-kjól. Hún kastaði glóðinni skelkuð frá sér og kjól-
inn sakaði ekki, enginn brunablettur kom á hann. Þegar
þessum undrum var lokið voru gerðar tilraunir með
hvítar rósir; þeim var haldið yfir eldinum og í kola-
reyknum. í eldinum fölnuðu þær ekki og í sótinu misstu
þær ekkert af sínum hreina. drifhvíta lit“.
Adare lávarður og jarlinn af Dunraven segja m. a.
frá því í skýrslum sínum, að Mr. Home hafi í augsýn
þeirra lagzt yfir logandi eld og velt höndum sínum og
andliti í eldinum, án þess að hann sakaði nokkuð, jafn
rólega og væri hann að þvo sér úr köldu vatni.
Frásagnirnar af eldraunum Mr. Homes eru margfalt
fleiri til. Þessi fyrirbrigði mætti e. t. v. flest skýra sem
„suggestion“, eða sefjun, á hugi fundarmanna, og því
þykir mér það atriðið merkast af öllum, er hann gerir
eldinn óskaðlegan fyrir „dauða“ hluti, eins og kjól frú-
arinnar, sem ekki brann undan logandi glóð. Þar hygg
ég að engri sefjunartilgátu verði við komið — og raun-
ar heldur ekki með hvítu rósirnar, sem ekki fölnuðu í
eldinum. Það er annað og miklu stórkostlegra lögmál
að verki.
Hvaða lögmál skyldi það vera? Þeirri spurning treysti
ég mér engan veginn til að leysa úr, vísindin hafa enn
J