Morgunn - 01.12.1940, Page 78
204
MORGUNN
er rækilega vottfest, að í sambandsástandinu hafi líkami
Mr. Homes bæði lengzt og stytzt. í viðurvist lávarðanna
beggja, sem áður er getið, mældi Mr. Hall að líkami mið-
ilsins varð h. u. b. sjö feta langur. Adare
Mr. Home leng- J4vargur segir að hann hafi lengzt um
ist og styttist. ag átta þumiungumj en í þessu furðu-
lega ástandi var hann athugaður liggjandi og stand-
andi á gólfi. Einnig vottfesta sömu rannsóknarmenn,
að í transinum hafi hann minnkað og hækkað úr venju-
legri líkamsstærð, en nákvæmar mælingar munu ekki
hafa farið fram á því fyrirbrigði. Eftir að þessi fyrir
brigði gerðust, var hann venjulega mjög máttfarinn, en
þau voru athuguð og staðfest af um 50 manns.
Það er út af fyrir sig næsta eðlilegt, að þeir, sem ekk-
ert hafa sjálfir reynt í þessa áttina, eigi örðugt með að
trúa sögum þessum. En eins og Sir William Crookes seg-
ir í þeim ummælum, sem ég hefi þegar tilfært eftir hon-
um, væri það að „hafna vottfestum sönnunargögnum um
þetta efni, sama og að neita að taka mannlegan vitnsburð
gildan yfirleitt“. Auk þess má minnast þess, að hvar-
vetna naut Mr. Home sjálfur hinnar mestu virðingar
þeirra, sem þekktu hann; ekki aðeins sem miðill, heldur
sem óvenjulega hreinn, grandvar og göfugur maður.
Mr. Home var ekki líkamningamiðill, þó kom það fyr-
ir að líkamaðar verur sáust hjá honum, er hann svaf
eða var í transi. Einkum virðist fyrri kona hans, eftir að
hún var látin, hafa gerzt verndarengill hans.
Hann var alla æfi heilsuveill, enda varð hann ekki
nema 53 ára og var lítt starfhæfur síðustu árin. Seinni
kona hans, sem ritaði og gaf út vandaða æfisögu hans,
segir m. a. frá þessu atviki frá síðustu árum hans;
,,Um veturinn dvöldum við í Nizza. Þar hittum við
spánska greifafrú, Sant’ Amaro, en Home hafði verið
kunnugur henni og manni hennar 20 árum áður. Tíminn
hafði í engu breytt vinarhug hennar og í húsi hennar
áttum við mörg yndisleg kvöld. Þar var haldinn fundur