Morgunn - 01.12.1940, Page 79
MORGUNN
205
í febrúarmánuði. I hringnum var greifafrúin ásamt þrem
vinum sínum og okkur hjónunum. Greifafrúin var fyrir
löngu orðin ekkja og hún varð ákaflega snortin af fyrir-
brigðunum, sem aðallega beindust að henni. Eiginmaður
hennar kom nokkrum sönnunum í gegn, m. a. portú-
gölsku nafni, sem ekkert okkar hinna vissi, að hann hefði
verið vanur að nefna hana með. Því næst heyrðum við
öll að eitthvað var rifið og um leið var stafað: ,,Það er
enginn dauði til! og þess vegna enga sorg!“ Greifafrúin
hafði ávallt borið sorgarbúning síðan maður hennar lézt,
en áður en hún gat áttað sig á merkingu þessara orða, var
einhverju troðið í lófa hennar. Þegar hún aðgætti nánara
sá hún að það var vasaklúturinn hennar, en svörtu sorg-
arröndina var búið að rífa af klútnum! Eftir það kiædd-
ist greifafrúin ekki sorgarbúningi“.
Árum saman var Daníel Dunglas Home sjúklingur og
bar þungar þjáningar, en trú hans á kærleika og rétt-
læti Guðs var takmarkalaus, bænalíf hans auðugt og
sterkt og auk þess fékk hann stöðuga huggun frá ósýni-
legu vinunum, sem brugðust honum aldrei. í dauðanum
var hann með heilags manns yfirbragði og hann fékk
milt og rólegt andlát. Rússneskir prestar sungu útfarar-
ínessuna yfir líki hans og voru kiæddir björtum kórkáp-
um í stað hinna svörtu, sem er þeirra siður að nota við
útfarir. Samkvæmt beiðni hans var lík hans síðan lagt
viðhafnarlaust í franska mold, við hlið elskaðrar dóttur
hans, og á marmarakrossinn yfir gröf hans eru, auk
nafns hans og ártala, höggvin þessi orð Páls postula:
„Og öðrum (er gefin) greining andanna“.
III.
Góðir tilheyrendur, það er vissulega ekki að ástæðu-
lausu að S. R. F. í. gerir tilraún til að halda minning
Daníels Dunglass Homes á lofti, því að fáum miðlum,
eða e. t. v. engum, eiga sálarrannsóknir nútímans og
spíritisminn meira að þakka en honum. — Til þess ber