Morgunn - 01.12.1940, Síða 94
220
M ORGUNN
sambandið með, ljótar hugsanir í ósamræmi við okkar
kraft. Þessu verður að útrýma, annars er ekki hægt að
skila kraftinum til miðilsins aftur og þess vegna gengur
oft svo illa, ef truflun verður, að láta miðilinn ná sér aftur.
— Ég hefi nú reynt að lýsa fyrir yður, góðir áheyrend-
ur, í fáum dráttum aðalatriðunum við sambandið. Ég
býst ekki við, að mér hafi tekizt að gera þeim, sem lítið
hafa reynt af þess háttar sjálfir,reglulega vel ljóst hvern-
ig því er farið. En á því, sem ég hefi sagt, má þó öllum
vera ljóst, að sambandið er margbrotnara og vandasam-
ara að fara með það, en margir gera sér ljóst í fyrstu Það
er áreiðanlegt, að sambandið útheimtir mikið starf hinu
megin og mikla þekkingu og ég tel nauðsynlegt að þeir,
sem hér ætla sér að fást við tilraunir, geri sér það sem
allra ljósast frá byrjun, að við eigum eftir því sem okkur
er unnt, að reyna að skapa sem bezt skilyrði fyrir því,að
þessi fyrirhöfn, sem þeir eru að leggja á sig sín og okk-
ar vegna, komi að sem fyllstum notum, en það getum við
ekki nema með því, að afla okkur allra fáanlegra, á-
byggilegra upplýsinga — og fara eftir þeim.
Guðm. J. Einarsson, Hergilsey.
Leyndarmálið, sem
miðillinn leiddi fram í dagsljósið.
í frakkneska tímaritinu L’Astrosophie segir Louis Hil-
ton frá fyrstu kynnum sínum af spiritismanum, er hann
fékk hjá miðli í Melbourne í Ástralíu á þessa leið:
Það var kvöld nokkurt, er hann var í hópi ungra sam-
stúdenta sinna, að einn af stúdentunum kom fram með
þá uppástungu, að þeir færu allir saman á „drauga-
fund“. í dagblaði einu fundu þeir auglýsingu um miðils-
fund og þeir lögðu af stað samstundis. Þetta var í borg-