Morgunn - 01.12.1940, Síða 102
228
M OE GU'NN
og við fórum út. Það, sem ég man næst, er, að ég var
aftur kominn í herbergi mitt í Reykjavík og sá ég þá
móður mína alklædda, þar sem, hún laut yfir sofandi lík-
ama minn, eins og hún virtist vera að vekja mig. Ég
spurði nú lækninn, hvort allt væri búið hjá systur minni.
„Já, allt gekk vel, eins og þú sást“, svaraði hann. ,.Guð
blessi þig og þakka þér fyrir samveruna“, hélt hann á-
fram, og með þessum orðum var hann horfinn. — Hvern-
ig ég samlagaðist aftur líkama mínum, veit ég ekki. En
þegar ég vaknaði, sagði móðir mín mér, að klukkan væri
langt gengin f jögur um eftirmiðdag, og hefði hún ómögu-
lega getað vakið mig, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Þetta mun því hafa staðið yfir rúma 13 tíma, sem mér
fannst aðeins eitt einasta augnablik“.
Hér lýkur skýrslu Benjamíns sjálfs, og hefi ég fremur
litlu við hana að bæta. Þó er nauðsynlegt að gefa skýr-
ingar á fáeinum atriðum.
í fyrsta lagi kemur það heim við frásögn Benjamíns,
að okkur hjónunum fæddist barn þessa umræddu nótt
og tíminn, er Benjamín hóf sálfarir sínar, svarar til þess
tíma, er systir hans veiktist. Þá er klukkan um þrjú að
morgni í Reykjavík, en um níu að kvöldi í Wynyard. —
Klukkan milli tvö og þrjú um nóttina í Wynyard fædd-
ist barnið,en þá hefir verið kominn morgunn íReykjavík.
Móðir Benjamíns kveðst hafa reynt nokkrum sinnum að
vekja hann um morguninn, en þegar hún varð vör við,
að hann svaf óvenjulega fast, ákvað hún að láta hann
afskiftalausan, unz hann vaknaði sjálfur. Þegar hann
vaknar um klukkan fjögur síðdegis, er morgun í Wyn-
yard. Ef sú skýring er rétt, að hér sé um sálfarir að ræða,
lítur út fyrir, að hann hafi komið heim aftur þegar um
morguninn, þegar allt var afstaðið á heimili okkar í
Wynyard. Þó verður elcki hægt að fast-ákveða tímann
sökum þess, að það, sem hann segir um móður sína, gat
alveg eins átt við aðra eða þriðju tilraun til að vekja,
hann, og þá fyrstu. >