Vaki

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vaki - 01.09.1952, Qupperneq 104

Vaki - 01.09.1952, Qupperneq 104
ingurinn sem elskast fullkominni auð- mýkt, en þannig var mynd miðalda- manna af ást á Kristi og Maríu, en hún er kirkjan. Leontes þarf ekki að deyja til að hljóta blessun, því að kona hans vaknar til lífs, í rauninni heldur Leontes að kona sín sé dauð, en við, áhorfendur, eigum að líta á hlutina eilífu sjónarmiði, sub specie æternitatis, og við vitum full- vel að hún hefur beðið hans þolinmóð. Þessi mynd er í fullkomnu samræmi við rétttrúnað kirkjunnar. Maður dáinn í synd beiðist náðar, sem hann hélt sér ekki ætlaða, en náðin beið eftir viðleitni hans að hún gæti lifnað og stigið til jarðar. Við sögðum að Shakespeare hafi hugsað sér náðina sem samræmi en syndina sem ósamræmi. Þess vegna skal leikið á hljóðfæri þegar Hermione vakn- ar til lífsins. Þá verða endurfundir og sættir. Og skáldið dregur efnið saman í Cymbeline: „Pardon’s the word.“ Winter’s Tale á mestan ferskleik allra leikrita Shakespeares. 1 upphafsorðum eru sýnirnar fullar af sakleysi og þar eru fagrir lýriskir kaflar eins og „when daffodils begin to peer“ og blómaræða Perdítu. Dante er lýrískur þegar hann lýsir jarðneskri paradís, það er í und- urfögrum kafla og Matilda les blóm: „A lady all alone who, singing, went, and culling flower from flower, wherewith her way was painted." I tuttugusta og áttunda óði birtist Beatrice Dante, krýnd blómsveigum, leikið á hljóðfæri. Shakespeare hefur komið í hina jarðnesku paradís og í síð- asta leikritinu, Storminum, fer hann til hinnar eiginlegu paradísar. Prosperó er vafalaust Shakespeare sjálfur og þessi umdeilda persóna er einnig guð. Eyjan hans er paradís. Þar ríkir hann og kem- ur á samræmi milli hinna stríðandi höf- uðskepna — Kalíbans, Ariels og Mír- öndu. Kalíban er hið jarðbundna í mann- eðlinu, hann má nota með styrkri stjórn, en hættulegur er hann. Áður en Prosp- eró tamdi hann, var hann á valdi girnd- ar og dýrslegra nautna. Míranda er ást- in. Hún verður hin fullkomna ást mær- innar Maríu og kirkjunnar undir stjórn Prosperós: en ef hans nyti ekki við, væri henni hætt fyrir amorsbrögðum girnd- arinnar — Kalibans. Ariel er hið and- kennda í manneðlinu, animus eða andi. Hann getur haldið frið og hann getur sáð ótta og skelfingu. Áður en Kalíban kom til eyjarinnar var hann undir kúg- un móður sinnar, Sycorax, tákni hins illa. Til þessarar paradísar leita sundrað- ar höfuðskepnur, sundruð öfl haturs, togstreitu og öfundar. Uppistaða leiks- ins fjallar um hversu þeim var stillt til samræmis himnaríkis. Stormurinn er það leikrit Shakespeares, sem er nánast tengt tónlistinni. Það er tónlistin, sem kemur á samræmi hinna stríðandi afla. Hin fullkomnustu ummæli um tónlist má heyra frá Kaliban: .... the isle is full of noises, Sounds, and sweet airs, that give delight, and hurt not. Sometimes a thousand twangling instruments Wiil hum about mine ears; and sometimes voices That, if I then had wak’d after long sleep, Will make me sleep again: and then, in dreaming, The clouds, methought, would open, and show riches Ready to drop upon me; that, when I wak’d. I cried to dream again." Guðinn Prospero er alvitur á eyju sinni, elskar allt, fyrirgefur allt. Fyrir- gefningin nægir ekki; gagnkvæm ást ríkir að lokum, þegar Prosperó býður dvalarstað glötuðum bróður. Þannig hefur Shakespeare, eins og Dante, fundið guð, stofn og skrúða al- TIMARITIÐ VAKI 102
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Vaki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.