Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 28
lags, er hefÖi það aðalmarkmiÖ að reyna að tryggja
ævarandi frið i heiminum. Enn fremur var ákveðið,
að kölluð skyldi saman ráðstefna til þess að ræða
um myndun slíks þjóðabandalags og gera frumdrög
að skipulagi þess.
Ráðstefna þessi var svo kvödd saman i ágústmán-
uði 1944. Hefur hún verið nefnd Dumbarton Oaks-
ráðstefnan, kennd við fundarstaðinn, Dumbarton
Oaks-höllina í Washington. Á ráðstefnunni áttu sæti
fulltrúar Bandaríkjanna, Stóra-Bretlands, Ráðstjórn-
arríkjanna og Kína.
Áður en fundur þessi hófst, höfðu utanríkisráðu-
neyti stórveldanna látið fara fram rækilegan undir-
búning málsins. Höfðu þau öll látið semja frumdrög
að stofnskrá bandalags „hinna sameinuðu þjóða“ og
höfðu sent hvert öðru þau frumvörp til athugunar.
Á Dumbarton Oaks-ráðstefnunni náðist samkomu-
lag um að koma á fót alþjóðastofnun, er bæri heitið
„Sameinuðu þjóðirnar" (The United Nations). Var
gengið frá sáttmála eða skipulagsskrá fyrir hið vænt-
anlega bandalag. Frumvarp þetta, sem nefnt hefur
verið Dumbarton Oaks-tillögurnar, var siðan birt.
Með þessum tillögum var grundvöllur lagður að
stofnskrá Sameinuðu þjóðanna, eins og hún síðar
var samþykkt i San-Francisco. Ýmis þýðingarmikil
skipulagsatriði voru þó óleyst af Dumbarton Oaks-
ráðstefnunni, m. a. varðandi skipun öryggisráðsins
og atkvæðagreiðslu i því. Þau atriði voru tekin til
athugunar á fundinum i Yalta i febrúarmánuði 1945,
en þar hittust þeir Churchill, Roosevelt og Stalin.
Á þeim fundi náðist samkomulag í meginatriðum
um atkvæðagreiðslu í öryggisráðinu, þ. e. hið svo-
nefnda neitunarvald, sem síðar verður vikið að.
Ákveðið var þar einnig, að boðað skyldi til ráð-
stefnu hinna væntanlegu bandalagsríkja í San Fran-
cisco hinn 25. apríl sama ár. Skyldi þar ganga end-
anlega frá stofnskrá hins nýja bandalags. í byrjun
(26)