Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 54
úr viðskiptahömlum. Síðan hófust samningar milli'
hinna einstöku rikja og Bandarikjastjórnar. Kom
fljótlega fram allmikil gagnrýni á samningsfrumvarp
það, sem Bandaríkjastjórn lagði fram, einkum að
því er snerti heimild Bandaríkjastjórnar til þess að
eiga frumkvæði að ráðstöfunum, sem þjóðirnar töldu
cinkamál sitt, svo sem að því er snerti breytingar á
gengisskráningu, svo og um gildistíma samningsins.
Höfðu Bretar, Frakkar, Danir og Sviar forystu um,
að upphaflega samningsfrumvarpinu yrði breytt, og
var það gert i ýmsum atriðum. Þrem dögum áður en
þetta er ritað, eða 3. júlí, var samningur síðan undir-
ritaður milli íslands og Bandarikjanna. Er hann yfir-
leitt samhljóða samningi þeim, sem hinar þjóðirnar
15 hafa þegar undirritað eða munu undirrita, að því
þó fráskildu, að gerður var sérstakur fyrirvari um
atvinnulöggjöf íslendinga. Er tekið fram, að þau á-
kvæði laganna, sem fjalla um jafnrétti bandarískra
horgara til framleiðslu hér við innlenda aðila — en
til þessara ákvæða er vísað í samningnum — skuli
eigi skýrð þannig, að af þeim leiði samningaumleit-
anir um breytingar á fiskveiðalöggjöf íslands, og
enn fremur, að reglur, sem settar kynnu að verða í
sambandi við l)au, skuli vera samkvæmar isl. lögum.
í samningnum eru hins vegar engin ákvæði um
það, með hverjum hætti þátttaka íslendinga í þess-
ari samvinnu yrði. Með honum er aðeins opnuð leið
til slíkrar þátttöleu, en allir samningar um hana eru
enn ógerðir. Þeir munu hins vegar hefjast á næst-
unni. Eins og þegar hefur verið getið, er það skoðun
þess, sem þetta ritar, að æskilegast væri, að þátt-
taka íslendinga yrði þannig, að þeir afhentu afurðir
til annarra þátttökuríkja gegn greiðslu í dollurum frá
Bandaríkjunum. Til mála kæmi og að taka góð fram-
leiðslutæki að láni, en neyzluvörulántaka væri var-
hugaverð og' leysti ekki vandamál þjóðarinnar.
Gylfi Þ. Gíslason.
(52)