Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 55
Árbók íslands 1947.
Árferði. Fyrstu mánuSi ársins var veðrátta fremur
mild sunnanlands, en á Norður- og Austurlandi voru
allmiklar frosthörkur og víða mikil' snjóalög fram
á vor. Vorið var fremur kalt framan af, en síðan vor-
aði vel. Sumarið var ákaflega votviðrasamt sunn-
anlands og víða vestanlands, svo að gamlir menn
niundu varla dæmi sliks, en á Austurlandi og aust-
anverðu Norðurlandi var tíð með afbrigðum góð.
Snjór í fjöllum var með allra minnsta móti um sum-
arið. Haustið var fremur milt sunnanlands, en í
desember gerði talsverð frost. Á Norður- og Austur-
landi gekk vetur snemma í garð. í nóvember geisuðu
stórhríðar á Norðurlandi, svo að samgöngur teppt-
ust, og snjófljóð féllu allvíða. í desember voru miklar
frosthörkur og jarðbönn víða norðan- og austanlands.
—- Grasspretta var víðast hvar ágæt. Hey nýttust
mjög vel norðan- og austanlands, en illa á Suður-
landi og víða á Vesturlandi og ónýttust með öllu
sums staðar sunnanlands. — Þorskafli var sæmi-
legur. Síldarafli var fremur rýr við Norðurland um
sumarið, en allmikil síld veiddist á Faxaflóa í árs-
byrjun og árslok.
Brunar. 15. jan. brann íbúðarliús á Þverá i Önguls-
staðahreppi í Eyjafirði til kaldra kola. Slösuðust þá
tveir menn, en héldu lífi. 17. ágúst skemmdist Laug-
arvatnsskóli mjög af eldi, en starfaði þó um vet-
urinn. 30. des. brunnu tvö hús við Kirkjustræti í
Rvík. Auk þessa brunnu nokkur íbúðarhús á sveita-
bæjum og hús í kaupstöðum.
Búnaður. Heyfengur var ágætur víðast hvar austan-
og norðanlands, en sunnanlands og víða vestanlands
voru hey að jafnaði allmjög hrakin og jafnvel stór-
skemmd. Súgþúrrkun á heyi jókst mjög. Jarðræktar-
framkvæmdir munu hafa verið meiri en nokkru
(53)