Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 130
nuindi ekki gera sig ánægðan með fimmtiu krónur
í skaðabætur. — Ætli ekki það, sagði mannhróið,
og stakk krónunum í vasa sinn. Hjólriddaranum
iétti mjög við þetta og þóttist hafa sloppið vel, en
um leið og hann settist aftur á hjólið, segir hann:
— Jæja, verið þér nú sæ!ir. Mér þykir fyrir því, að
hafa ónýtt fyrir yður veiðiförina. — Eg var nú svo
sem ekki í neinni veiðiför, sagði þá hinn. Eg var
bara á leið hérna út eftir til þess að skjóta hund-
kvikindið.
•—• í síðasta Almanaki láðist að skýra frá því, að
myndirnar af Sir Almroth Wright og Sir Frederick
Hopkins i æviágripum þeirra eftir Sigurjón Jónsson
lækni væru fengnar frá Wellcome historical Museum,
Lundúnum, og er þess hér getið með þakklæti.
— í Árbók íslands 1947, sem birtist í þessum ár-
gangi Almanaksins, tókst ekki að fá i tíma venju-
legt yfirlit um íþróttir á því ári, og verður það því
að bíða næsta árs.
Efnisskrá.
Almanak (dagatal), eftir dr. Ólaf Daníelsson
og dr. Þorkel Þorkelsson .................. 1— 24
Um Sameinuðu þjóðirnar (með mynd), eftir
próf. Ólaf Jóhannesson .................... 25— 38
Marshall-áætlunin (með mynd), eftir próf.
Gylfa Þ. Gíslason ......................... 38— 52
Árbók íslands /947, eftir Ólaf Hansson mennta-
skólakennara .............................. 53— 87
íslenzk leikrilun eftir /874 (14 myndir), eftir
Lárus Sigurbjörnsson ...................... 87—117
Úr hagskýrslum íslands, eftir Þorstein Þor-
steinsson hagstofustjóra .................. 117—125
Eðli uisindanna, eftir próf. Alf Ross, Vilm.
Jónsson þýddi ............................. 126—127
Smœlki, aths. og efnisskrá .................. 127—128