Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 100
Ef til vill er réttast að líta á allar fjórar Holbergs-
stælingarnar sem andsvar upp á dönsku leiksýning-
arnar á Akureyri, en hvernig sem það nú er, hvorki
gerðu þær né tilefni þeirra meiri háttar áhrif, og
gleymdust þær svo gersamlega, að það var talið til
nýjunga fyrir 20 árum, þegar tekið var að stæla
þýzka skopleika í Reykjavík og gera að verzlunar-
vöru. Sá ófögnuður, aðallega eftir Arnold og Bach,
hefur síðan flætt yfir landið.
Sama árið og Sigluvíkur-Jónas stældi „Grímudans-
inn“ lagði ungur maður í Möðruvallaskóla, Páll Jóns-
son Árdal (1857—1930) upp i langa för sem leikrita-
skáld og frumkvöðull leiklistar á Akureyri. Hann
valdi frumsmíð sinni nafnið: „Ekki eru allar ferðir
til fjár“, og mætti hafa þá einkunn fyrir íslenzka
leikritahöfunda almennt, því að fæstum hefur fén-
azt á ritstörfunum. Páll var fátækur maður alla tíð,
en fleytti sér fram með kennslustörfum og helgaði
hverja frístund leiklistinni, bæði sem leikari og leik-
ritahöfundur. Leikrit hans eru lipur í meðferð og
með einkar viðfelldnum blæ. Bera þau með sér, að
Páll þekkti til fullnustu leiksvið sinnar tíðar, enda
hafa þau verið sýnd með góðum árangri um land
allt. Prentuð leikrit eftir Pál eru: „Strikið“ (1891),
„Happið“ (1923), „Þvaðrið“ og „Tárin“ (bæði 1924).
Alls munu leikrit Páls vera 14 talsins, og telja kunn-
ugir einna fremst leikrita hans „Skjaldvöru tröll-
konu“, sjónleik í fimm þáttum með söngvum (1897
og endursamið 1912).
Síðust átthagaskáldanna eyfirzku, en ekki sízt,
verður hér talin Kristin Sigfúsdóttir frá Kálfagerði
(1876—). Hún varð þeirra fyrst til að kveðja sér
hljóðs á leiksviðinu í höfuðstað landsins. Þótti það
allmerkur leiklistarviðburður, þegar „Tengdamanna“
hennar var sýnd af Leikfélagi Reykjavíkur 1924.
Leikrit hennar önnur hafa verið sýnd á Akureyri og
víðar, en „Tengdamamma“ hefur frá fyrstu tíð skip-
(98)