Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 129
og geta e. t. v. orðið til sálubótar, fullnægt tilfinn-
ingaþörf, styrkt trú, eflt mátt og aukið hreysti, en
á sannleiksgildi eiga þau hins vegar enga kröfu.
í öðru lagi eru vísindin andhagnýt (apraktisk),
gildislaus, þ. e. a. s. þau komast að niðurstöðu um
staðreyndir og samhengi þeirra, en gera ekkert
þar fram yfir. í sjálfum sér eru þau hlutlaus gagnvart
allri breytni og öllum markmiðum. Það, sem vis-
indin geta lagt af mörkum, er skilningur, en ekki
stefnuskrá. Annað mál er það, að hvers konar vis-
indalegur skilningur getur óbeinlinis orðið að miklu
hagnýtu liði með því að vísa á leiðir og velja að-
ferðir til að ná því marki, sem menn setja sér. En
skilyrði þessarar hagnýtingar vísindanna, hvort sem
um er að ræða náttúrleg eða félagsleg efni, er það,
að markið sé þegar sett, og sjálft markið er utan sviðs
vísindanna.
Þessi tvö umræddu kennimerki eru hvort öðru ná-
tengd. Annars vegar er sérhver siðaregla eða breytni-
speki, sem helguð er því að sýna mönnum fram á
ákveðið mark og mið tilverunnar, óhjákvæmilega
háspekileg, og hins vegar hefur öll háspeki í sér
fólgna hagnýta stefnuhugsjón. Hún er til þess gerð
að sýna fram á, að tilveran hafi markmið, að tryggja
sigur hins góða, að komast að fastri niðurstöðu um
markmið mannkynsins eða til þess að fullnægja á
annan því líkan hátt tilfinningaþörf þess til að eiga
sér varðaða leið um völundarhús breytni sinnar.
Öll háspeki er trúarbrögð í dulargervi vísinda.
Alf Ross prófessor.
Maður nokkur gekk eftir veginum með byssu um
öxl og fylgdi honum hundkvikindi. Á eftir honum
kom maður á mótorhjóli og renndi sá á hundiun
og drapst hann þegar. Mótorhjólsmaðurinn afsak-
aði sig á allar lundir og spurði loks, hvort hinn
(127)