Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 94
megin leikritið er taliÖ. Leikáhrifin eða sjónleiks-
gildið er í réttu hlutfalli við þekkingu höfundarins
á því leiksviði, sem hann skrifar fyrir. Vel samið
átthagaleikrit, eins og t. d. „Tengdamamma“ eftir
Kristínu Sigfúsdóttur, getur farið vel á leiksviði
hvar sem er og haft meiri áhrif en illa samið „aka-
demiskt" leikrit sem dæmin sanna. Hitt er víst, að
sum átthagaleikrit verða ekki flutt út fyrir litla leik-
sviðið, en sum hin heztu leikrit í hinum flokknum
verða ekki sýnd með neinum tilþrifum, þar sem
smæð leiksviðsins og ónógur aðbúnaður þrengir til
muna að.
Áður en lagt er út í að telja upp íslenzka leikrita-
höfunda og verk þeirra, verður að gefa gaum að
„skólaskáldunum“, sem komu fram fyrir alþjóð á
árunum 1863 til 1874 með landsfleyg leikrit. Þá má
segja, að íslenzkri leikritun hafi fyrst verið veitt i
hinn „akademíska“ farveg. í hópi þessara skóla-
skálda voru þeir Matthías Jochumsson og Indriði
Einarsson, en skólabræður þeirra, Kristján Jónsson
(1842—1869) og Valdimar Briem (1848—1930),
leggja og nokkuð til málanna. Kristján samdi nokk-
ur smáleikrit, en þau eru glötuð nema „Misskiln-
ingurinn“, leikur í fjórum þáttum, saminn 1867 en
lagfærður fyrir leiksvið og g'efinn út 1938. Þetta er
léttur gleðileikur með söngvum um stúdentaástir,
og líkt má segja um „í jólaleyfinu“, leik i fimm þátt-
um (1866), eftir Valdimar Briem, sem Leikfélag
stúdenta gaf út 1947 í fjölriti. Þessi tvö leikrit hafa
nokkra þýðingu fram yfir það eitt að vera skóla-
piltaleikrit, og hafa þau verið sýnd öðru hvoru á
ýmsum stöðum. Fleiri leikrit sömdu skólabræður
Matthíasar og Indriða, svo sem „Lærifeður og kenn-
ingarsveinar" (þrír höfundar, einn af jieim Valdi-
mar Briem), og „Fé og ást“ eftir Jón Ólafsson (1850—
1916), en þessi leikrit falla utan greinarefnis og eru
aðeins nefnd við hlið hinna landsfleygu leikrita
(92)