Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 90
í Hítardal og austur um Skörð, landshornanna á
milli, yfir Noreg og fyrir Danmörk endilanga allt
í Asíaheim, þar sem borgarturnar glóa sem gull og
glymur i hverju stræti.
Ef til vill er ekki úr vegi að taka dærni. Hugsurn
oss góðan sögumann, t. d. Svart skóld Þórðarson,
þegar hann kveður Skíðarímu fyrir Ólöfu húsfrú.
Eldra fólkið kannast við form rimunnar, nemur frá-
sögnina, brosir að viðureign Skíða við hetjur Val-
hallar, en yngra fólkið, börnin, hnellnar stúlkur og
frískir drengir, sjá Skíða arka suður öll lönd, þá
voru skórnir Skiða í sundur, og allt i einu situr
Skíði sjálfur á pallinum: „Á íslandi eru margir menn
misjafnt nokkuð ríkir, þó eru ekki allir senn oss að
menntun líkir.“ Það þarf ekki að gera börnunum
neina sýnd til þess að frásögnin verði lifandi.
Næsta stig leikviöleitninnar, áður en leikrit koma
til sögunnar, er að finna í gleöileikum á vökunóttum.
Þá leikur grímuklætt fólk á gólfi Hestleik, Þingálps-
leik eða Þórhildarleik, og Ljósahjörtur er leiddur í
stofu, en áhorfendur sitja á palli. Sýndin er gerð
með búningum fólksins, en nú bregður svo við, að
frásögnin, sem var rímunnar megin, er þvi sem næst
horfin, í staðinn er komin hreyfing (dans) og til-
teknar athafnir (hlutverk), sem fólkið á að vinna.
Hér veröur á leiðinni eitt fyrsta lögmál leiklistar-
innar: Sýnd og frásögn stangast á, þjónkun við aðra
er á kostnað hinnar.
Á þriðja og lokastig er komiö, þegar skólapiltar
í Skálholtsskóla halda Herranætur. Ekki þarf að
hugsa sér leiksvið í nútíðarmerkingu í sambandi við
krýningarathöfnina, sem þá fór fram, en auk ein-
hverra búninga eru nú leiktól höfð til sýndaráhrifa.
Er getið um konungskórónu úr eiri, ríkisepli og
veldissprota, sem fluttist með skólanum til Hóla-
vallar. Hins vegar sýnir húsaskipunarmynd frá Skál-
holti haustið 1779 upphækkun milli húsa staðarins,
(88)