Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 106
fer með efni, sem hann gerþekkir, og stillir kröfum
sínum til leikenda og leiksviðs í hóf. Þess vegna
skarar „Tengdamanna“ fram úr, jafnvel þótt tekin sé
til meðferðar á stóru leiksviði, og leikritum Páls Ár-
dals er af svipuðum ástæðum hvarvetna vel fagnað.
Leikrit með staðbundin viðfangsefni eiga af skiljan-
legum ástæðum erfitt uppdráttar utan síns heima-
leiksviðs, og ævintýraleikirnir verða alla jafna með
vanköntum, sem verða þvi berari, því stærra sem
leiksviðið er, sem við þeim tekur. Ekkert bendir til,
að þessi kvisl leikritunar hér á landi sé í rénun,
þvert á móti, en helzt má búast við, að hún skili
verulegum verðmætum, ef höfundarnir halda sig við
algild mannleg vandamál eins og þau verða í ná-
býlinu og gæta strangra og þröngra takmarka þess
leiksviðs, sem þeir hafa fyrir augum.
5.
Skólapiltar tveir, Matthías og Indriði, gerðust leik-
ritaskáld. Fyrstu leikrit þeirra, „Útilegumennirnir“
(1864) og „Nýjársnóttin“ (1872), eru ekki frá-
brugðin þeim leikritum, sem hér hafa verið gerð að
umtalsefni með tilliti til leiksviðsins. Efnið er sótt
beint i þjóðsögu og þjóðlíf, en efnismeðferðin er i
fjörlegum skólapiltaanda. Hitt dylst ekki, að söng-
leiksformið, sem er á báðum leikunum, er aðfengin
nýung. Þess er að minnast, að Sigurður málari hafði
mjög mikil áhrif á báða hina ungu menn, en Sig-
urður hafði hlotið menntun sína i Danmörku á þeim
árum, er Heiberg var orðinn leikhússtjóri og ein-
valdur i fagurfræðilegum efnum í Danmörku, og gat
ekki hjá því farið, að leikhúss viðkynning Sigurðar
mótaðist að einhverju leyti af söngleikum Heibergs
og annarra, sem þá voru í móð. Söngleikafarganið
danska átti líka eftir að flæða yfir íslenzka leik-
sviðið allt til aldamóta, er því loks var rýmt burtu.
En hér kemur sjálft formið fyrst fyrir í islenzkri
(104)