Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 111
mennina heima fyrir. Leikrit Jóhanns sköpuðu for-
dæmi í islenzkri leikritun, sem minni spámenn fylgdu
af misjafnlega mikilli andagift, og komið getur það
fyrir þann dag i dag, að gagnrýnendur yggli sig
framan i leikritahöfunda, sem gleyma boðorðinu um
„skáldleg tilsvör", eða standa sig ekki sem bezt við
spakmælaausturinn.
Andagift Jóhanns Sigurjónssonar og skáldleg spekt
voru þess umkomin að þoka leiklistinni hér fram
um drjúgan spöl. Leikrit hans voru verkefni fyrir
mikla hæfileika. Þau gáfu leiksviðinu klið, íburð og
lit, sem var þar ekki áður. Leikendur uxu á því að
glíma við þau. En það gleymist alltof oft, að stíll
þeirra á ekki við leikrit þeirra, sem á undan fóru
eða á eftir komu. Þá sjaldan leikrit Jóhanns falla á
sýningu, sem komið hefur fyrir erlendis en sjaldan
hér á landi, þá er oft um að kenna, að leikendur eða
leikstjórar eru sneyddir rómantískri sundurgerð, sem
er eitt höfuðeinkenni á stíl Jóhanns.
6.
Indriði Einarsson, Einar H. Kvaran og Jóhann
Sigurjónsson bjuggu íslenzka leiksviðið í hendur
þeirri kynslóð, sem nú lifir. Samferðamaður þeirra
var Guðmundur Kamban (1888—1945) og, að þeim
liðnum, fremstur íslenzkra leikritahöfunda til ævi-
loka, er hann féll fyrir morðingjahendi suður i Dan-
mörku. Áhrif Guðmundar Kambans á íslenzka leik-
mennt eru samt minni en hinna þriggja. Frá því hann
lauk námi í Latínuskólanum í Reykjavík, var hann
alla tið búsettur erlendis, og störf sin vann hann er-
lendu leiksviði og erlendri leikmenningu, en vel má
kalla hann merkisbera íslenzkrar leiklistar á þeim
vettvangi. Sjónarmið Guðmundar Kambans og leik-
listarmanna heima fyrir voru ekki hin sömu og kom
til áreksturs 1927, er Guðmundur gerði þá kröfu til
leikenda i Reykjavík, að þeir tækju upp starfsað-
(109)