Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 114
koma, „Leik lífsins“ (1927) eftir Björgu Blöndal Þor-
lákssoti (1874—1934 og „Munkunum á Möðruvöll-
um“ eftir Daviff Stefánsson frá Fagraskógi (1895—).
ÖIl þessi leikrit þræða meira eða minna rómantíska
flugstigu þeirra Jóhanns Sigurjónssonar og Guðmund-
ar Kambans, en höfundarnir eru óneitanlega ekki
eins fótvissir. Andrés Þormar náði sér að sönnu s
Iöngu síðar niðri með afbragðsgóðum einþáttung
fyrir útvarp, „Svörtu augun“ (1939), en að þessu
fráskildu er Davið Stefánsson eini leikritahöfundur
þessara ára, sem klifið hefur þrítugan hamarinn og
fært leiksviðinu verulegt viðfangsefni. „Gullna hlið-
ið“ (1941) er nýstárlegt leikrit í íslenzkri leikritun,
í raun og veru eitt langt eintal að forminu, og líkt
og „Pétur Gautur“ með aukapersónum, sem þjóna
einvörðungu undir aðalpersónuna. Efnismeðferðin
er með persónulegum blæ, skáldið segir hiklaust og
markvisst það, sem í brjósti býr. „Gullna hliðið“ er
þjóðsöguleikrit, en nýtt og hressilegt að allri fram-
setningu. í næsta leikriti sínu, „Vopn guðanna“
(1943), varð Davíð hins vegar alvarlega fótaskortur
á Ijóðrænni mærð og rómantískri sundurgerð. Varð
ekki sá vinningur að því leikriti, sem búast hefði
mátt við eftir sýningar á „Gullna hliðinu“.
Fólkið vill nú einu sinni skemmta sér, og þegar
harmleikaskáldin á fyrri eftirstríðsárunum höfðu
drukkið í botn beiskan kaleik sinn, hófst ádrykkja
og stundum ofdrykkja gamanleika- og revyuhöfunda.
Er nú fljótt yfir sögu að fara, þvi að íslenzkir gam-
anleikar hafa sjaldan verið uppbyggilegir, allt frá
„Herra Sólskjöld" til „Nilla i Naustinu". Páll Skúla-
son (1894—) samdi á þessum árum ásamt ýmsum
samverkamönnum eigi færri en 7 revyur, misjafnar
að gæðum, en þó flestar framar því, sem við tók, er
Haraldur Á. Sigurffsson (1901—) varð helzti for-
vígismaður revyunnar í höfuðstaðnum. Meðan Emils
Thoroddsens naut við, en hann var samverkamaður
(112)