Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 45
legasta hliðin á efnahagsmálum Evrópu er samt
greiðslujöfnuðurinn gagnvart umheiminum. 1938 var
verzlunarjöfnuður Evrópu (að Sovétríkjunum frá-
töldum) gagnvart umheiminum óh.agstæSur um 2.1
inilljarð dollara (13.5 milljarða kr.), þ. e. a. s. fluttar
voru inn til Evrópu vörur fyrir þessari fjárhæS
meira en flutt var út. Samt sem áður versnaði efna-
hagur Evrópu gagnvart umheiminum ekki. Evrópu-
ríkin áttu stóreignir í öðrum heimsálfum og höfðu
af þeim miklar tekjur eða hvorki meira né minna en
1.4 milljarða dollara (9.1 milljarð kr.) á fyrrnefndu
ári, og nægði það til þess að greiða næstum fjórðung
alls vöruinnflutnings þessara ríkj'a. Auk þess höfðu
þau miklar aðrar duldar tekjur, aðallega af sigling-
uin, og námu þær á þessu ári 0.7 milljörðum dollara
(4.5 milljörðum kr.), svo að liallinn á verzlunarjöfn-
uðinum jafnaðist algerlega með þessum tveim tekju-
liðum. 1947 var ástandið hins vegar gerbreytt orðið.
Verzlunarjöfnuðurinn varð þá óhagstæður um 6.9
milljarða dollara (45 milljarða kr.). En i stríðinu
hafði Evrópa orðið að eyða mestum hluta eigna
sinna í öðrum löndum, svo að tekjur af þeim urðu
nu aðeins 0.4 milljarðar dollara (2.6 milljarðar kr.)
eða 1 milljarð dollara (6.5 milljörðum kr.) minni en
1938, og í stað annarra dulinna tekna komu nú dulin
gjöld, að upphæð 1 milljarður dollara (6.5 milljarðar
kr.), aðallega vegna herkostnaðar utan Evrópu, svo
að greiðsluhallinn var 1947 7.5 milljarðar dollara (49
milljarðar kr.), og hafði greiðsluaðstaðan versnað um
þá upphæð siðan 1938. Þessi mikli halli var jafnaður
með lánum þeim, sem Bretar höfðu tekið í Banda-
ríkjunum og Canada, sölu gulls og dollaraeigna, lán-
um úr alþjóðagjaldeyrissjóðnum og ýmiss konar að-
stoð frá Bandaríkjunum.
Þegar þess er gætt, að þrátt fyrir þennan mikla
greiðsluhalla gagnvart umheiminum hafa lifskjör í
Evrópu verið mun rýrari en fyrir stríð, er augljóst,
(43)