Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 49
við önnur ríki. Jafnframt skyldi það greiða fyrir
sölu til Bandaríkjanna á þeim vörum, er þau þörfn-
uðust, en ríkið hefði umfram þarfir sínar og venju-
legan útflutning. Fengi ríkið vörurnar að gjöf, skyldi
það leggja tilsvarandi fjárhæð til hliðar i innlendum
gjaldeyri og ráðstafa henni ekki nema í samráði við
Bandaríkjastjórn og svo enn fremur láta henni í té
vmsar skýrslur.
Frumvarpi Trumans var breytt talsvert í meðför-
um þingsins. Fjárveitingin var lækkuð nokkuð, og
var samþykkt að gera ráð fyrir 5.3 milljarða dollara
(34.5 milljarða kr.) fjárveitingu á fyrsta árinu. Tveim
nýjum skilyrðum var bætt i frumvarpið, og er ann-
að þeirra þýðingarmikið. Við skilyrðið um, að ríki,
sem vildi njóta aðstoðar, skyldi greiða fyrir sölu
til Bandaríkjanna á vörum, sem þau skorti, en það
hefði umfram þarfir og venjulegan útflutning, var
þvi bætt, að bandarískir þegnar og bandarisk fyrir-
tæki skyldu hafa sama rétt og innlendir aðilar til
framleiðslu á slíkum vörum i hlutaðeigandi ríki. Þá
var og bætt við ákvæði um afhendingu á vörum,
sem hlutaðeigandi riki ætlaði að nota til framleiðslu
á afurðum, er tilætlunin væri að selja löndum, sem
taka ekki þátt í áætluninni, og Bandaríkjastjórn
mundi af öryggisástæðum ekki leyfa útflutning á.
Enn fremur var svo ákveðið, að helmingur þess
vörumagns, sem sent yrði til Evrópu samkvæmt lög-
unum, skyldi flutt með bandarískum skipum. Aðrar
breytingar voru þýðingarlitlar.
Þannig var frumvarpið endanlega samþykkt 3.
april siðastliðinn, og komu lögin þegar til fram-
kvæmda. Þótt aðstoðin væri að vísu minni en Evrópu-
ríkin höfðu óslcað og þau fái talsvert minna af ýms-
um þeim vörum, er þau töldu sig hafa brýna þörf
fyrir, einkum framleiðslutækjum og þýðingarmikl-
um hráefnum, er samt enginn vafi á því, að þær
vörusendingar, sem koma munu frá Bandaríkjunum
(47)