Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 88
Mikilvægustu innflutningsvörur voru alls konar
vélar, skip, bílar, málmar, trjávörur, álnavara og
fatnaður, kornvörur, kol, olía, sement, pappírsvör-
ur og ýmiss konar efni til iðnaðar. Af útflutnings-
vörum varð freðfiskurinn nú mikilvægastur, en ís-
fiskur, sem í mörg ár hafði skipað fyrsta sæti, féll
nú í fjórðu röð. Afurðirnar, sem komu næst freð-
fiski, voru síldarolía, saltfiskur, ísfiskur, lýsi, salt-
síld, síldarmjöl, fiskmjöl, ull, gærur, freðkjöt, hrogn
og niðursoðinn fiskur. Auk þessa voru skip, sem
seld voru úr landi, allmikilvæg útflutningsvara.
Gengi isl. krónu gagnvart sterlingspundi og Banda-
ríkjadollar hélzt óbreytt. Vísitala framfærslukostnað-
ar var í ársbyrjun 306, en í árslok 328. í desember
var ákveðið með lögum, að framvegis mætti ekki
miða starfslaun og aðrar greiðslur, er fara eftir verð-
lagsvísitölu, við hærri vísitölu en 300 (að undan-
skildum elli- og örorkulífeyri). í þessum lögum var
jafnframt ákveðið, að þegar eftir gildistöku þeirra
skyldi gera ráðstafanir til að færa niður vöruverð
til samræmingar við niðurfærslu verðlagsuppbót-
arinnar.
í marz voru sett lög um fjárhagsráð, og var það
skipað 30. júní. Skal það heyra undir alla rikis-
stjórnina og hafa yfirstjórn fjármála, verzlunac- og
viðskiptamála. Kemur það í stað Nýbyggingar- og
Viðskiptaráðs, en hefur þó að ýmsu leyti viðtækara
vald. — Skömmtun á skófatnaði var tekin upp í ágúst,
og frá 1. október var komið á allstrangri skömmtun
á fjölmörgum vörum. í árslok fór fram almenn eigna-
könnun, og um leið gengu hinir gömlu peninga-
seðlar úr gildi, en nýir voru teknir upp.
[Ýmsar af tölunum um búnað, útveg og verzlun
eru bráðabirgðatölur, er kunna að breytast litið eitt,
þegar endanlegar skýrslur eru fyrir hendi.]
Vinnumarkaður. Eftirspurn á vinnuafli var ekki
eins mikil og á undanförnum árum, en þó kvað mjög
(86)