Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 102
sjónleikur, óprentaður). Sem leikritaskáld tók Steinn
Sigurðsson kennari (1872—1940) við af Þorsteini.
Á prenti hafa birzt eftir Stein leikritin: „Almanna-
rómurinn“ (1921), „Stormar" (1923) og „Skyggnu
augun“ (1925), en auk þess samdi hann fleiri leika,
m. a. „Afltaugar kærleikans“ (1919) og „Opinberun
ráðskonunnar“ (1920). í leikritum Steins er kaup-
staðarlífið tekið til meðferðar, og eru lýsingarnar
víðast hvar trúverðugar, en rísa ekki ýkja h'átt. Leik-
félag Reykjavíkur sýndi „Storma“ 1924. í þvi leik-
riti verða átök milli kaupmanns og verkamanna, og
er þar drepið á nýtt efni i íslenzkri leikritun. Fé-
lagsleg deilumál eru annars sjaldséð á leiksviðinu
hér, en víða nokkuð kennir áhrifa frá stjórnmála-
baráttunni í landinu; sumir höfundanna hafa þá
líka komið þar við sögu, eins og Einar H. Kvaran og
Sigurður Eggerz.
Páll Steingrímsson (1879—1947) er hér talinn til
átthagahöfundanna. Þó að hann byggi lengst af i
Reykjavik sem ritstjóri Reykjavikurdagblaðs, gerast
þau leikrit, sem eftir hann liggja, ýmist i sveit eða
kaupstað, og eftir staðháttum, helzt norðan lands.
í leikritinu „Þórólfur i Nesi“, sem Leikfélag Reykja-
víkur sýndi 1911, leiðir höf. saman hið forna kaup-
mannsvald og samvinnuhreyfingu bænda. Leikritið
er óprentað, eins og' önnur leikrit Páls, en nokkur
þeirra voru sýnd í Reykjavílt, eða: „Skuggar“, „Bón-
orð Semings“ og „Gesturinn“ (öll 1918). í leikritum
Páls koma fram sum beztu einkenni þeirrar leik-
ritunar, sem hér hefur verið dvalið við, og þá helzt
skýrar persónulýsingar og kjarnyrt, ómengað al-.
þýðumál.
Á Eskifirði hefur, eins og víðar á Austurlandi,
verið þróttmikil leiklistarviðleitni á köflum. Síra
Stefán Björnsson á Eskifirði (1876—1942) hafði
leikið með skólabræðrum sínum í Latínuskólanum
fyrir aldamót og verið einn af þremur þýðöndum
(100)