Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 91
sem merkt er Theatrum: Sjónarpláts, og er þaS
fyrsti staður á íslandi, sem svo er nefndur. Úrslita-
þýðingu fyrir sjónleiksgildi Herranæturinnar hefur
gamansöm biskupsræða, sem þá var flutt, svokölluð
Skraparotsræða, og er þá nær komið að sjálfum
leikritunum, því að þau komu í stað ræðunnar þeg-
ar eftir flutning skólans til Reykjavíkur.
Leikrit Sigurðar Péturssonar eru hin fyrstu, sem
skrifuð eru fyrir íslenzkt leiksvið. Þau bera með
sér, að leiksviðið hefur verið einfalt, hluti af kennslu-
stofu, en leikendur og áhorfendur ganga út og inn
um sömu dyr. Ekkert fortjald greinir leiðsvið og
áhorfendasvæði í sundur; áhorfendur sitja i hálf-
hring' umhverfis þá, sem leika á sléttu gólfinu. Hér
er ekki miklu kostað upp á sýndina. Þegar frá er
talinn kistill Margrétar i fyrra leikritinu (,,Hrólfi“),
borð í báðum leikritunum og ullartunnan í síðara
leikritinu (,,Narfa“) er ekkert, sem gefur til kynna
um leiksviðsútbúnað, hins vegar er talsvert um út-
lit persóna og búning þeirra, en Ijós er borið út og
inn eftir þörfum.
Segja má, að íslenzk leikrit fram um miðja nítjándu
öld beri þess öll merki, að leiksvið með útbúnaði
þess er raunverulega ekki til. Danskir embættismenn
höfðu að sönnu sýnt sjónleika í heimahúsum og
hafa þá vafalaust þrætt leiðsviðsútbúnað ytra eins
og föng leyfðu. En þessar sýningar virðast engin
áhrif hafa haft á leikritun Islendinga. Leikrit og
leikritsbrot Magnúsar Grímssonar skera sig a. m. k.
ekki úr, hvað kröfur til leiksviðsins áhrærir.
Leiksvið Jóns Guðmundssonar ritstjóra, sem hann
lét reisa á sinn kostnað i Nýja klúbbi veturinn 1853—
54 vegna leiksýninga á sjónleik Overskous, ,,Pakk“,
varð til fyrirmyndar, þegar leiksvið komust upp víðs
vegar um landið. Leiksviðið var upphækkað og með
umgerð og fortjaldi; var það nefnt pallhús. Orðið
lýsir vel byggingarlag'inu, og allt til vorra daga eimir
(89)