Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 39
Er gert ráð fyrir þvi, að komið verði á sambandi
milii slíkra stofnana og Sameinnðu þjóðanna. Má
sem dæmi sérstofnana nefna alþjóðavinnumála-
skrifstofuna, matvæla- og landbúnaðarstofnunina, al-
þjóðaflugmálastofnunina o. s. frv.
IV.
En hvert er þá orðið starf Sameinuðu þjóðanna á
þessu tímabili, sem liðið er frá stofnun bandalagsins?
Á þessum stutta starfstíma hafa Sameinuðu þjóðirnar
fengið mörg verkefni til að glíma við. Er enginn
kostur að rekja það hér, hversu tekizt hefur að leysa
hvert verkefni um sig.
í stuttu máli má segja, að árangurinn af starfi
öryggisráðsins hafi orðið miklu minni en vonir stóðu
til. Það hefur fengið til meðferðar mörg þýðingar-
mikil mál varðandi varðveizlu friðarins. Má aðeins
nefna íran-málið, Indónesíu-málið, Grikklands-málið,
Korfu-málið og nú siðast Palestínu-málið. Enn fremur
hefur ráðið haft til meðferðar afvopnunarmál o. fl.
o. fl. í sumum þessara mála hefur ekki reynzt unnt
að fá neina ákvörðun tekna, vegna þess að neitun-
arvaldinu hefur verið heitt, og í engu þeirra hefur
eiginlega orðið um raunhæfar aðgerðir að ræða af
hálfu öryggisráðsins. Það hefur skipað rannsóknar-
nefndir og látið rannsókn fara fram, en lengra hefur
það ekki komizt. í vissum tilfellum munu þó af-
skipti öryggisráðsins hafa stuðlað að því, að deilu-
mál hafa verið leyst með friðsamlegum hætti. En
það er vissulega ekki að ófyrirsynju, þó að menn
víðs vegar um heim efist nú um, að öryggisráðið
sé þess um komið, eins og sakir standa, að varðveita
friðinn.
Allsherjarþingið hefur samþykkt margar ályktanir
á þessu tímabili, og getur vafalaust margt gott af þeim
sprottið. En enn þá eru þær auðvitað margar hverj-
ar ekki farnar að bera neina sýnilega ávexti. En að
(37)