Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 116
og í saipræmi við hin nýju viðhorf verið bókmennta-
legs eðlis, en ekki í lífrænu sambandi við sjálft leik-
sviðið.
Merkastar tilraunir í þessa átt gerðu tveir vinir
Jóhanns Sigurjónssonar. Bæði Sigurður Eggerz (1875
—1945) og Sigurður Nordal (1886—) voru snortnir
af persónulegum töfrum skáldsins, en hvorugur hafði
sér til skaðsemdar bergt á áfengum miði skáldskapar
Jóhanns. Þeir fara sínar eigin götur, og sína hvor,
til að opna fjarvidd leiksviðsins og rýma þar til
fyrir mannlífi niitímans. Sameiginlegt er þeim, að
þeir skoða leiksviðið sem fjórvíðan stað. Það er ekki
aðeins rúm, þar sem haldin er sýning á fólki, heldur
athafnasvæði, þar sem nútíð er snúin úr þátíð og
höfð til spásagnar um framtíð. Tíminn er fjórða
viddin i leikritum þeirra Sigurðanna. Einkum er
vert að veita athygli innskotsþættinum i „Uppstign-
ingu“ (1946) eftir Sigurð Nordal. Hann er snilli-
hragð höfundar, sem gerir sýnd að veruleika og
veruleika að sýnd í ótímasettri uppstigningu á helga-
fell. Höfundurinn sér sýnir þarna uppi, þær eru allar
bundnar líðandi stund, en hvílík er framtið mann-
lífsins niðri á eyrinni?
Fyrsta bók Sigurðar Eggerz heitir „Sýnir“. Það er
nærri táknrænt fyrir þennan leikritahöfund, sem
hefur enn ekki komizt upp á leiksviðið. Leikrit hans:
„Það logar yfir jöklinum“ (1937), „Líkkistusmiður-
inn“ (1938) og „Pála“ (1942) eru sýnir sjáanda. Stíll-
inn er hnökróttur, en þar sem hann er beztur gefur
auga leið á bak við og út yfir líðandi stund og orð-
anna hljóðan, en það er ekki heiglum hent að koma
þessum leikritum fyrir á leiksviði, svo að töfrar
þeirra fari ekki forgörðum.
Rithöfundarnir Halldór Kiljan Laxness (1902—),
Gunnar Benediktsson (1892—-), Axel Thorsteinson
(1895—), Gunnar M. Magnúss (1898—), Böðvar frá
Hnífsdat (1906—), Gísti Ásmundsson (1906—) og
(114)