Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 36
limirnir eiga jafnan rétt til kjörgengis í þetta ráð.
Allir fulltrúar þess eru jafnréttháir. Afl atkvæða ræð-
ur úrslitum. Ályktun, sem nær meiri hluta atkvæða
þeirra, sem eru viðstaddir og þátt taka í atkvæða-
greiðslu, er þvi löglega samþykkt. Fjárhags- og fé-
lagsmálaráðið skal koma saman til fundar a. m. k.
þrisvar sinnum á ári.
Fjárhags- og félagsmálaráðið annast um alþjóða-
samvinnu i fjárhags-, félags-, menningar- og mann-
úðarmálum. Starfssvið þess er mjög viðtækt. Það get-
ur átt frumkvæði að alþjóðasamvinnu á flestum þjóð-
félagssviðum. Innan verkahrings þess fellur t. d.
hvers konar hjálpar- og viðreisnarstarfsemi, alþjóða-
samvinna í peninga- og gjaldeyrismálum, alþjóða-
samstarf i atvinnu-, fjárhags- og viðskiptamálum, al-
þjóðasamvinna um matvælaframleiðslu, samstarf
þjóða á milli i samgöngumálum og flutningum, mann-
réttindamál o. fl. o. fl. í þessum efnum hafa Sam-
einuðu þjóðirnar þegar innt af hendi mikilsvert
starf, og þess má vænta, að starfsemi bandalagsins
á þessum sviðum geti í framtíðinni komið mörgu
góðu til leiðar.
Gæzluverndarráðið á eins og fjárhags- og félags-
málaráðið að vinna að þvi markmiði Sameinuðu
þjóðanna að bæta lífskjör fólksins. Það er bæði skip-
að föstum og kjörnum meðlimum. Hinir föstu með-
limir eru þau riki bandalagsins, sem fara með stjórn
gæzluverndarlendna, og þar að auki þau stórveld-
anna, sem ekki hafa stjórn slíkra lendna með hönd-
um. Hinir kjörnu meðlimir ráðsins skulu vera jafn-
margir hinum föstu. Þá kvs allsherjarþingið til
þriggja ára i senn. í Gæzluverndarráðinu hefur hver
fulltrúi eitt atkvæði, og afl atkvæða ræður úrslitum.
Gæzluverndarráðið fer með störf Sameinuðu þjóð-
anna i sambandi við eftirlit með þeim lendum, sem
ekki hafa sjálfsstjórn, en settar hafa verið undir
gæzluvernd bandalagsins. Eru um það efni settar
(34)