Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 92
eftir af pallhús-hugmyndinni, þegar sainkomuhús
eru byggð „með fastri scenu“. Þá er í öðrum end-
anum á samkomusalnum byggður pallur, þiljaður á
þrjá vegu og aðskilinn frá áhorfendasvæðinu (dans-
gólfinu) með umgerð og fortjaldi. Sýnd þessa leik-
sviðs er gerð með hliðarflekum („kúlissum"), bak-
tjaldi og loftreflum, allt málað eftir staðháttum leiks-
ins. Lýsing leiksviðsins gerir mestan mun á pallhúsi
Jóns Guðmundssonar og venjulegu leiksviði i ís-
lenzkri sveit nú á dögum. Jón hafði kerti til að lýsa
upp leiksviðið, en nú munu víðast rafmagnsljós vera
fyrir hendi.
íslenzk leikritun átti til skamms tíma allt sitt inni
hjá litlu leiksviði. Þetta verður að hafa í huga, þegar
litið er á leikritin, sem eru beinlínis samin fyrir
leiksviðið, hvort heldur i Stykkishólmi, Eyjafirði, i
Hafnarfirði eða á Eyrarbakka. Fleiri staði mætti
nefna, þar sem pennaliprir menn og konur reyndu
að svala sýningarþorsta áhorfenda með því að taka
innlend viðfangsefni til meðferðar á leiksviðinu.
Annmarkar þessara leikrita eru annmarkar sjálfs
leiksviðsins, sem þau eru skrifuð fyrir.
2.
Mjög er vafasamt, hvort pallhús Jóns Guðmunds-
sonar hefði gert þau áhrif, sem raun varð á, ef ekki
hefði komið til sögunnar annar maður, sem kunni
skil á leiksviðinu og öllum útbúnaði þess. Á árunum
1861 til 1874 sýndi Sigurður Guðmundsson málari
áhorfendum í Reykjavik, hvers lítið leiksvið er
megnugt. Það var leiðsvið Sigurðar, sem Indriði
Einarsson horfði á hugfanginn 1866, leiksviðið i
„Útilegumönnunum“, sem Matthías skrifaði jöfnum
höndum og Sigurður málaði leiktjöldin. Mennta-
mennirnir ungu ruddu braut allri leikritun hér á
landi eftir 1874 með leikritum sínum, „Útilegumönn-
mönnunum" og „Nýársnóttinni“. Það hefðu þeir
(90)