Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 58
sýslumaður skipaður sendiherra íslands í Noregi.
19. júni var Henrik Sv. Björnsson skipaður 1. sendi-
ráðsritari við sendiráð íslands í Osló. 20. júní var
sr. Bjartmar Kristjánsson skipaður sóknarprestur í
Mælifellsprestakalli. 20. júni var sr. Kristinn Hóseas-
son skipaður sóknarprestur í Eydalaprestakalli. 25.
júní var Jón Kjartansson lögfr. skipaður sýslumaður
i Vestur-Skaftafellssýslu. 27. júní var Knútur Krist-
insson skipaður héraðslæknir í Laugaráshéraði. 27.
júni var Gunnlaugur E. Briem skipaður skrifstofu-
stjóri i atvinnumálaráðuneytinu. 27. júni var Páll
Pálmason skipaður skrifstofustjóri í samgöngumála-
ráðuneytinu. 30. júni voru þessir menn skipaðir í
fjárhagsráð: Dr. Magnús Jónsson, formaður, Finnur
Jónsson alþm., Herinann Jónasson alþm., dr. Oddur
Guðjónsson og Sigtryggur Klemenzson fulltrúi. 30.
júní voru þessir menn skipaðir í flugráð: Agnar
Kofoed-Hansen lögrstj., sem jafnframt var skipaður
flugvallastjóri ríkisins, Örn O. Johnson frkvstj., Berg-
ur G. Gíslason stórkpm., Guðm. í. Guðmundsson alþm.
og Þórður Björnsson fulltrúi. 30. júní var Brynjólfur
Ingólfsson cand. jur. skipaður fulltrúi í samgöngu-
málaráðuneytinu. 2. júli var sr. Robert Jack skipaður
sóknarprestur í Grimseyjarprestakalli. 8. júlí var
Jóhann Sæmundsson tryggingayfirlæknir skipaður
prófessor í lyflæknisfræði við læknadeild Háskóla
íslands. 8. júlí var S. Dundas skipaður ræðismaður
ísl. i Lissabon og J. Senders í Antwerpen. 30. júli var
A. Jochumsen skipaður ræðismaður íslands í Mar-
seille, S. Brink i Stokkhólmi, R. Masset i Boulog'ne-
sur-Mer, F. Suarez í Havana og F. R. Emerson i St.
Johns á Nýfundnalandi. Sama dag var N. E. Christ-
ensen skipaður vararæðismaður í Álaborg og J. R.
Johnson í Toronto, Kanada. 1. ágúst lét Sigurður
Jónasson af embætti sem framkvæmdastjóri Tóbaks-
einkasölu rikisins, en við tók Jóhann G. Möller. 7.
ág. var Jón Ó. Eiríksson skipaður aðstoðarlæknir
(56)