Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 51
að þótt mjög gott samkomulag sé að vísu milli Banda-
rikjanna og Bretlands og Frakklands, vildu síðar-
nefndu stórveldin tvö vafalaust fremur vita af áhrif-
um þeim, sem Bandaríkin munu án efa hafa á Evrópu-
mál, i eigin hendi. En sliku er vikið til hliðar, þegar
hins vegar er jafnbrýn þörf á aðstoð frá Bandarikj-
unum og raun ber vitni.
Þegar fjárhagsnefndir Bandaríkjaþings tóku að
fjalla um fjárveitingar til aðstoðarinnar, kom í ljós,
að i annarri deildinni reyndist ineiri hluti fyrir
verulegri lækkun þeirra fjárframlaga, sem ráðgerð
höfðu verið, og vakti þetta mikinn ugg meðal stjórn-
málamanna í Evrópu. Samkomulag náðist þó um,
að það skyldi lagt á vald forseta, hvort hin upphaf-
lega ráðgerða fjárveiting yrði notuð eða minna, en
þar eð vitað er, að forsetinn var lækkun fjárveiting-
arinnar andvígnr, er talið vist, að jafnmiklu fé verði
varið til aðstoðarinnar og ráðgert var i efnahags-
samvinnulögunum.
Skömmu eftir samþykkt laganna á Bandaríkja-
þingi var íslendingum tilkynnt, hvaða vörum þeim
yrði veittur kostur á fyrsta árið, ef þeir gerðust aðilar
að samvinnunni, en það væru matvæli fyrir 3.5
millj. dollara (23 millj. kr.), timbur fyrir 1.2 millj.
dollara (8 millj. kr.), olíur fyrir 1.1 millj. dollara (7
milJj. kr.), vélar og verkfæri fyrir 1.6 millj. dollara
(10% millj. kr.) og vörubílar og samgöngutæki fyrir
900 þús. dollara (6 millj. kr.), eða samtals vörur
fyrir 10% millj. dollara (68 millj. kr.). Til saman-
hurðar má geta þess, að Dönum voru ætlaðar 126
millj. dollara (819 millj. kr.), Norðmönnum 32 (208)
og Svíuin 38 (247). Bretum var ætlað langmest eða
1.3 milljarðar dollara (8.5 milljarðar kr.).
Þegar taka skyldi ákvörðun um, hvort íslendingar
gerðust aðilar að þessu samstarfi, hlaut tvennt að
skipta máli fyrst og fremst. Hið fyrra var', hvort
skilyrði þau, sem sett mundu verða, yrðu aðgengi-
(49)
4