Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 30
var 46 ríkjum boðin þátttaka í þessari ráðstefnu,
en síðar á fundinum bættust 4 i hópinn, svo að alls
tóku 50 ríki þátt í ráðstefnunni.
Fyrir San Francisco-ráðstefnuna voru Dumbarton
Oaks-tillögurnar lagðar, enda höfðu allir þátttakend-
ur áður átt kost á að kynna sér þær. Eins og vænta
mátti voru ærið skiptar skoðanir um skipulag hins
væntanlega bandalags í einstökum atriðum. Komu
þvi fram allmargar breytingartillögur við Dumbarton
Oaks-tillögurnar. Urðu umræður allharðar, og um
skeið var talið óvíst, hvort allir fulltrúar gætu orðið
sammála um skipulag bandalagsins. Að lokum tókst
þó að ná fullu samkomulagi um stofnskrá (The
Charter) Sameinuðu þjóðanna. í meginatriðum var
hún byggð á Dumbarton Oaks-tillögunum, en þó
hafði þeim verið breytt í ýmsu eða við þær aukið.
Skal það eigi rakið hér. Hrnn 26. júní 1945 var
stofnskráin samþykkt og undirrituð af fulltrúum
þeirra 50 ríkisstjórna, sem þátt höfðu tekið i ráð-
stefnunni. Ekki gekk þó stofnskráin þá þegar i gildi,
heldur þurfti hún einnig að staðfestast af samn-
ingsaðilum samkvæmt stjórnskipunarvenjum hvers
um sig. í gildi skyldi hún ganga, er lagðar hefðu
verið fram staðfestingar Bandaríkjanna, Frakklands,
Kína, Ráðstjórnarríkjanna og Stóra-Bretlands og
meiri hluta annarra samningsaðila. Var ríkisstjórn
Bandaríkjanna falið að sjá um framkvæmd þessara
staðfestinga. Hinn 24. október 1945 lýsti þáverandi
utanríkisráðherra Bandaríkjanna, James Byrnes, því
hátíðlega yfir, að stofnskrá Sameinuðu þjóðanna væri
gengin í gildi.
10. janúar 1946 kom svo fyrsta allsherjarþing Sam-
einuðu þjóðanna saman í London, en það hafði verið
undirbúið af sérstakri nefnd. Þar með voru Samein-
uðu þjóðirnar teknar til starfa. Stofnendur Sam-
einuðu þjóðanna eru talin 51 ríki, þ. e. öll þau ríki,
sem þátt tóku í San Francisco-ráðstefnunni, svo og
(28)