Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 31
Pólland, sem undirritað hafði yfirlýsingu „hinna sam-
einuðu þjóða“ frá 1. janúar 1942, cn hafði ekki átt
kost á að taka þátt í ráðstefnunni í San Francisco,
sökum þess að það hafði þá ekki ríkisstjórn, er við-
urkennd væri af öllum stórveldunum. Stofnendur
Sameinuðu þjóðanna voru því 51 ríki. Síðan hafa 6
riki, þeirra á meðal ísland, hætzt í hópinn. Nú eru
því meðlimir Sameinuðu þjóðanna 57 ríki. Samein-
uðu þjóðirnar eru vafalaust víðtækustu og fjölmenn-
ustu alþjóðasamtök, sem fram til þessa hefur verið
stofnað til.
Með framanskráðum orðum hefur verið drepið á
nokkur meginatriði viðvíkjandi undirbúningi og
stofnun Sameinuðu þjóðanna. Her á eftir skat vikið
að markmiði og skipulagi þessara samtaka.
II.
í inngangi stofnskrárinnar lýsa Sameinuðu þjóð-
irnar yfir þvi, að þær séu staðráðnar í að bjarga
komandi kynslóðum frá hörmungum styrjalda, treysta
trúna á mannréttindi og mannhelgi, jafnrétti karla
og kvenna og allra þjóða, hvort sem stórar eru eða
smáar, skapa skilyrði þess, að hægt sé að halda
uppi réttlæti og virðingu fyrir þjóðréttarskyldum ög
stuðla að félagslegum framförum og bættum lífs-
kjörmn við vaxandi frelsi. Þær heita því jafnframt
að lifa saman í sátt og samlyndi og sameina mátt
sinn til að varðveita friðinn í heiminum.
í 1. gr. stofnskrárinnar eru nánari ákvæði um
markmið bandalagsins. Eru þau talin þar upp i 4
liðum og eru þessi:
1. Að varðveita alþjóðafrið og öryggi og gera i þvi
skyni sameiginlegar ráðstafanir.
2. Að efla vinsamlega sambúð þjóða á milli, er
byggð sé á jafnrétti þeirra og sjálfsákvörðun-
arrétti.
3. Að koma á alþjóðasamvinnu um lausn fjárhags-,
(29)