Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 98
stórbrotnu fólki á mikillátri öld. Þær myndir snerta
áreiðanlega hvern íslending.
3.
Nú mun i hag koma að hvarfla norður í Eyjafjörð
og huga að átthagaleikritum þar. Að tímatali eru þau
hin fyrstu í sinni röð, koma fram áður en liðinn er
áratugur eftir þjóðhátíðarárið. „Sigriður Eyjafjarðar-
sól“, sjónleikur i 5 þáttum (Ak. 1879), eftir Ara
Jónsson bónda i Víðigerði (1833—1907), er merki-
legast fyrir það, að þar kveður sér hljóðs maður úr
alþýðustétt landsins og seilist til áhrifa á sviði, sem
skólapiltar og menntamenn höfðu svo að segja einir
haft yfir að segja. Eins og önnur leikrit Ara, er „Sig-
ríður Eyjafjarðarsól“ sprottið upp úr jarðvegi sjón-
leikahalds í byggðinni, en að sjálfsögðu kennir áhrifa
frá „Útilegumönnunum“ og Nýársnóttinni". Efnis-
meðferðin er miðuð við leiksvið sveitarinnar, sem
er á palli, óvætt kemur „upp úr gólfinu“ inn á leik-
sviðið o. s. frv. Ari hafði numið bókband á Akureyri
og séð sjónleiki þar, sem leiknir voru á dönsku af
kaupmönnum og þeirra fólki. Flest leikrit hans voru
sýnd að Grund og víðar í Eyjafirði og á Akureyri
fyrir aldamót, en þau, sem til eru i handritum, heita:
,,Afturhaldsmaðurinn“, „Framfaramaðurinn“, „Her-
móður og Helga“, „Oddur snikkari“ og „Vestur-
farinn“.
Handan Eyjafjarðar, frammi í Fnjóskadal, bjó
annar bóndi, Tómas Jónsson (1835—1883), að Hró-
arsstöðum. Einn góðviðrisdag i vætutið sat hann úti
í hlaðvarpanum og bakaði blöð og skræður sínar í
sólinni, en nágrannar hans kepptust við heyverkin.
Hann lærði dönsku og ef til vill eitthvert hrafl í
ensku til þess að komast niður i leikritum Holbergs
og Shakespeares. Síðan tók hann sér fyrir hendur
að snúa tveimur gamanleikum Holbergs, „Den
Stundeslöse" og „Pernilles korte Frökenstand“, til
(96)