Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 44
a<5 hann yrði mestur fyrst, en færi síðan smáminnk-
andi, og takmark framleiðsluáætlunarinnar átti ein-
mitt að vera það, að greiðsluhalli gagnvart Vestur-
heimi yrði mjög lítill að áætlunartímabilinu loknu.
Ekki var gert ráð fyrir þvi, að Bandaríkjastjórn sjálf
útvegaði allt þetta fé, heldur var ráðgert, að bæði
alþjóðabankinn og alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veittu
lán, auk þess sem þjóðirnar gætu notað inneignir
sínar í Bandarikjunum.
Það kann í fyrstu að vekja nokkra furðu, að þess-
ar 16 Evrópuþjóðir skuli þurfa á jafnmikilli fjárhags-
aðstoð að halda og tölur þessar bera vott um til þess
að reisa við efnah&g sinn nú að hinni síðari heims-
styrjöld lokinni. En við nánari athugun verður það
þó skiljanlegt. Eftir styrjöldina hafa Evrópuþjóðirnar
átt við geysilega efnahagserfiðleika að etja. Orsakir
þeirra eru fyrst og fremst þær þrjár, að ægileg eyði-
legging verðmæta átti sér stað í stríðinu, að fram-
leiðslugeta Þýzkalands, sem var geysiþýðingarmikill
framleiðandi fyrir stríð, lamaðist stórkostlega, og
að efnahagsaðstaða Evrópu sem heildar gagnvart
umheiminum gerbreyttist. Á framleiðslusviðinu varð
viðreisnin nú örari en eftir hina fyrri heimsstyrjöld.
Við lok styrjaldarinnar mun iðnaðarframleiðsla allra
Evrópulanda, að Sovétríkjunum frátöldum —■ en
þaðan er ekki völ á sambærilegum skýrslum — hafa
numið 60% framleiðslunar fyrir stríð, en á fyrstu
18 mánuðunum eftir stríðslok óx hún upp í 83%,
þótt hún hafi hins vegar nær staðið í stað síðan.
Hrun framleiðslunnar i Þýzkalandi veldur mestu um
það, að iðnaðarframleiðsla Evrópu er enn sem kom-
ið er minni en hún var fyrir strið. Að Þýzkalandi
frátöldu er iðnaðarframleiðslan orðin nálega jafn-
mikil og þá. Viðskipti Evrópulandanna eru hins
vegar enn miklu minni en fyrir stríð. Útflutningur
til landa utan Evrópu var t. d. á siðasta ári ekki nema
% af því, sem hann var fyrir stríð. En langalvar-
(42)