Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 53
hafa þurft að kaupa af þeim. Almenni gjaldeyris-
skorturinn er innanlandsmál, sém engin utanaðkom-
andi aðstoð ein saman getur leyst til fulls. En doll-
araskorturinn er hluti af alþjóðlegu vandamáli, sem
einmitt Marshall-áætluninni er ætlað að reyna að
leysa. Þess vegna getur aðild íslendinga orðið þeim
þýðingarmikil og til góðs. Æskilegast væri tvímæla-
laust að fá aðstöðu til þess að selja afurðir lands-
manna til annarra þátttökulanda gegn greiðslu i
dollurum, sem Bandaríkin létu þeim löndum í té. Þá
yrðu íslendingar engrar beinnar aðstoðar aðnjótandi,
enda munu kjör flestra hinna þjóðanna hafa verið
þannig í stríðinu, að þau eigi beina aðstoð fremur
skilið en íslendingar, en hins vegar væri með þessu
móti bætt úr dollaraskorti þjóðarinnar. Til mála gæti
og komið að taka framleiðslutæki að láni, t. d. ef
hægt væri að fá vélar i sements- og áburðarverk-
smiðju, enda hlytist gjaldeyrissparnaður af slikum
framkvæmdum síðar. En varhugavert væri að taka
neyzluvörur að láni, þar eð slík lántaka yki í engu
skilyrði landsins til þess að endurgreiða slíkt lán
siðar. Og þótt veittur yrði kostur á neyzluvörum að
gjöf, verður að hafa það hugfast, að þótt það yrði
auðvitað til þess að bæta gjaldeyrisástandið í svip,
fæst ekki á þann hátt nein varanleg bót á gjaldeyris-
skortinum, hvorki hinum almenna gjaldeyrisskorti
né dollaraskortinum.
Tveim vikum eftir að Bandaríkjaþing samþykkti
efnahagssamvinnulögin, eða 16. april, undirrituðu
fulltrúar Evrópuþjóðanna 16 samning sín á milli í
París, og var með honum komið á fót stofnun, er
vera skyldi tengiliður milli þjóðanna og samræma
átak þeirra til þess að hrinda i framkvæmd þeirri
viðreisnaráætlun, er þær kæmu sér saman um, og
auk þess var ákveðið um ýmislegt í samvinnu land-
anna í efnahagsmálum, aukna framleiðslu þeirra og
aukin viðskipti, sem og það að draga smám saman
(51)