Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 42
eftirtaldar lö þjóðir þar fulltrúa: Bretar, írar, Frakk-
ar, Belgar, Iiollendingar, Lúxemborgarraenn, Danir,
íslendingar, Norðmenn, Svíar, Svisslendingar, Aust-
urríkismenn, Portúgalar, ítalir, Grikkir og Tyrkir.
Þessar 1G þjóðir bundust samtökum um samningu
iieildaráætlunar um viðreisn efnahags síns á næstu
fjórum áruni og skyldi áætlað, hversu mikillar að-
stoðar þau þörfnuðust til þess að hrinda henni í
framkvæmd. Komið var á fót fjölmörgum nefndum
sérfræðinga til þess að vinna að þessari áætlana-
gerð. Höfðu þær lokið starfi sínu seint i september,
og komu þá fulltrúar fyrrnefndra þjóða aftur saman
á fund í París. Var þar samþykkt allsherjarviðreisn-
aráætlun fyrir hlutaðeigandi lönd, sem og áætlun
um aðstoðarþörf þeirra til þess að geta framkvæmt
hana, og send Bandaríkjastjórn. í framleiðsluáætl-
uninni var gert ráð fyrir því, að auka framleiðslu
flestra matvæla a. m. k. upp í það, sem hún var fyrir
stríð, að auka kola- og stálframleiðsluna svo, að hún
yrði talsvert meiri en 1938, að auka afkastagetuna
til rafmagnsframleiðslu og olíuvinnslu þannig, að
hún verði miklu meiri en fyrir stríð, byggja svo
mikið af skipum, að skipastóllinn verði 1951 jafn-
stór og fyrir stríð, og auka flutningagetuna á landi
um fjórðung frá því, sem þá var. Gert var og ráð
fyrir því, að löndin hefðu samvinnu um að koma
jafnvægi á fjármálakerfi sitt og í efnahagsmálum
yfirleitt.
Skýrsla Parísarfundarins leiddi i ljós, að ættu
þessar Evrópuþjóðir að geta einbeitt sér að fram-
kvæmd þeirrar framleiðsluáætlunar, sem samin var,
yrðu þær að fá miklar vörusendingar annars staðar
að og þá fyrst og fremst frá Vesturheimi. Greiðslu-
halli þessara landa gagnvart Vesturheimi var áætl-
aður hvorki meira né minna en 29 milljarðar dollara
(188 milljarðar kr.) á fyrrnefndum 4 árum, og var
langmestur hluti hallans við Bandaríkin. Áætlað var,
(40)