Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 32
félags-, menningar- og mannúðarmála og til að
styrkja og stuðla að virðingu fyrir mannrétt-
indum og mannhelgi allra án tillits til kynþáttar,
kyns, tungu eða trúarbragða.
4. Að vera miðstöð til að samræma aðgerðir þjóð-
anna í framangreindu skyni.
Hér eru gefin fögur fyrirheit. Og víst er um það,
að ef ekki þyrfti annað til varðveizlu friðarins en
að festa fögur og hátíðleg orð á blað, þá mundu
framangreind fyrirheit og aðrar yfirlýsingar í stofn-
skrá Sameinuðu þjóðanna nægja til þess. En þvi er
miður, að til þess þarf raunhæfari ráð. Því verður
og eigi neitað, að eftir þriggja ára starfsemi banda-
lagsins eru margir, sem efast um, að það fái risið
undir þessari hljómfögru og hátíðlegu stefnuskrá.
Til þess að vinna að markmiðum sínum þurfa
Sameinuðu þjóðirnar auðvitað að hafa stofnanir og
starfslið. Verkefni samtakanna eru svo margþætt, að
þau væru ofvaxin einni einstakri stofnun. Þess vegna
er þeim skipt á milli fleiri stofnana, er hver um sig
hefur sitt sérstaka starfssvið. En auðvitað mynda
allar þessar stofnanir til samans eina heild.
III.
Aðalstofnanir Sameinuðu þjóðanna eru sex, þ. e.
allsherjarþing, öryggisráð. fjárhags- og félagsmála-
ráð, gæzluverndarráð, skrifstofa eða framkvæmdar-
stjórn og alþjóðadómstóll. Skal nú skipulag og verk-
efni hverrar einstakrar stofnunar litillega athugað.
Allsherjarþingið er skipað fulltrúum allra banda-
lagsríkjanna. Sérhver bandalagsþjóð, hvort sem hún
er stór eða smá, hefur rétt til að senda á það fimm
fulltrúa. Ekki eru þó ríkin skuldbundin til að senda
á það fimm fulltrúa, heldur ráða þau þvi sjálf, hversu
marga þau senda innan þessa tilgreinda hámarks. A
allsherjarþinginu fer hvert bandalagsríki með eitt
og aðeins eitt atkvæði. Skiptir tala fulltrúanna engu
(30)