Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 112
ferðir atvinnuleikara. Sú hreyfing hefur ekki hjaðn-
að niður, en sjálfur lifði hann það ekki að veita
henni brautargengi á leiksviði hins nýja Þjóðleik-
húss.
Rithöfundarferli sínum lýsti Guðmundur Kamban
með þessum orðum: „Mig langaði til að benda út-
lendum þjóðum á, að nútímamenning vséri ekki fram-
andi hugtak á íslandi. Ég vildi byrja á því — í min-
um tveim fyrstu leikum — að leggja þungamiðju
efnisins i íslenzkt menningarumhverfi 20. aldar. í
öllum síðari ritum mínum legg ég þessa þungamiðju
í menningarumhverfi stórborganna — i umhverfi
nútiðar alþjóðarmenningar." Með „Sendiherranum
frá Júpiter" (1927) taldi hann sig hafa náð þvi
markmiði að rita íslenzkan nútíðarleik í alþjóða-
anda, og gæti hann þá snúið sér aftur að íslenzku
þjóðlífi í leikritum sínum. Þetta gerði hann i leik-
ritinu um Ragnheiði Brynjólfsdóttur, „Skálholt", sem
sýnt var hér í Reykjavík á jólum 1945 við fádæma
aðsókn. Önnur leikrit Guðmundar Kambans, sem
sýnd hafa verið hér á landi, eru: „Hadda-Padda“
(1915), „Konungsglíman“ (1917) og „Vér morðingj-
ar“ (1920), auk „Sendiherrans“. í tveimur hinuin
fyrstu kennir sterkra áhrifa frá Jóhanni Sigurjóns-
syni, en i þriðja leikritinu fer höf. sínar eigin götur.
Þau leikrit, sem Guðmundur reit á dönsku og hafa
ekki komið fram á íslenzku leiksviði, koma ekki til
athugunar í þessu sambandi, en vel má svo fara, að
íslenzkt leiksvið hafi ávinning af sýningum á verk-
um eins og „Marmor“, „Derfor skilles vi“ eða
„Grandezza".
Tveir aðrir íslendingar hafa skrifað leikrit á
dönsku og raunar þrír, ef með er talinn Jóhann G.
Briem (1801—1880), sem samdi „Ridder Niels Ebbe-
sen“, leikrit i 5 þáttum, prentað i Randers 1840.
Hinir tveir eru Tryggvi Sveinbjörnsson (1891—) og
Gunnar Gunnarsson (1889—■). Fyrsta leikrit sitt
(110)