Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 33
máli í því sambandi. Þau hafa þar öll jafnan at-
kvæðisrétt, hvort sem um kosningar eða venjulegar
atkvæðagreiðslur er að ræða. Atkvæði íslands hefur
þar t. d. sama gildi og atkvæði Bandaríkjanna.
Allsherjarþingið skal koma saman til reglulegra
funda einu sinni á ári. Er samkomutími þess ákveð-
inn um miðjan septembermánuð. Auk þess skal auka-
þing kvatt saman eftir tilmælum öryggisráðsins eða
meiri hluta „hinna sameinuðu þjóða“. Lengd þing-
tímans fer að sjálfsögðu eftir atvikum hverju sinni.
Allsherjarþingið er æðsta stofnun Sameinuðu þjóð-
anna. Það fer með æðsta vald í málefnum bandalags-
ins, að undanteknum atriðum, sem snerta varðveizlu
alþjóðafriðar og öryggis, en i þeim málum fer ör-
yggisráðið með æðstu völd. Allsherjarþingið leggur
grundvöllinn að starfsemi annarra stofnana, því að
það kýs þá meðlimi ráðanna, sem ekki eiga þar fast
sæti samkvæmt stofnskránni, og í sameiningu með
öryggisráðinu velur það dómendur í alþjóðadóm-
stólinn og forstjóra eða aðalritara Sameinuðu þjóð-
anna. Það fer og með æðsta vald í fjármálum banda-
iagsins. Allsherjarþingið fjallar einnig um grund-
vallarreglur varðandi alþjóðasamvinnu til varðveizlu
friðar og öryggis, svo og samvinnu til eflingar efna-
hagslegum og félagslegum framförum. Það tekur á
móti og athugar skýrslur frá hinum stofnunum banda-
lagsins. Má því segja, að það samræmi störf þeirra
og marki stefnuna.
Sú stofnun Sameinuðu þjóðanna, sem næst geng-
ur allsherjarþinginu, er öryggisráðið. Er það að
sumu leyti valdamesta stofnun bandalagsins.
Öryggisráðið er skipað ellefu aðilum. Fast sæti
eiga þar stórveldin fimm: Bandaríkin, Bretland,
Frakkland, Kína og Ráðstjórnarríkin. Auk stórvelda
þessara eiga sex bandalagsþjóðir sæti í ráðinu. Eru
þær kjörnar af allsherjarþinginu til tveggja ára. Við
kjör þeirra skal tekið tillit til þess, hvern þátt hinar
(31)