Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 48
honni stæði. Áætlunum Parísarfundarins var hins
vegar breytt talsvert og aðstoðarþörfin talin minni
en hann hafði gert. Meðan málið var rætt í Banda-
ríkjunum, heyrðust um það ýmsar raddir, að ástæðu-
laust væri fyrir Bandaríkin að styðja viðreisn ríkja,
sem væru að meira eða minna leyti að kollvarpa
því hagkerfi, sem Bandaríkin byggju við og tryðu á,
með áætlunarbúskap og þjóðnýtingu. Kom þetta illa
við marga þá í Vestur-Evrópu, Sem annars voru mál-
inu fylgjandi, einkum jafnaðarmenn og aðra, sem
voru vinstri-sinnaðir, enda sátu jafnaðarmannastjórn-
ir víða við völd. Nefndirnar, sem um málið fjölluðu
i Bandaríkjunum, andmæltu því þó, að nokkur stjórn-
málaskilyrði væru sett fyrir aðstoðinni.
Hinn 19. desember s. 1. lagði Truman Bandarikja-
forseti frumvarp sitt fyrir þingið. Var þar gert ráð
fyrir því, að aðstoðin hæfist 1. april 1948, en að-
stoðartímabilið skyldi vera til 30. júní 1952, og á því
tímabili var gert ráð fyrir 17 milljarða dollara (110
milljarða kr.) heildarfjárveitingu í þessu skyni, en
7.3 milljarða dollara (47.5 milljarða kr.) fjárveitingu
á fyrsta 1 Vt árinu. Framkvæmdir skyldu vera i hendi
sérstaks framkvæmdarstjóra, er skyldi ákveða um
ráðstöfun aðstoðarfjárins, en honum heimilað að
kveða á um, hvort aðstoðin yrði veitt sem gjöf, sem
lán eða gegn staðgreiðslu. Jafnframt var gert ráð
fyrir sérstökum fulltrúa i Evrópu, og skyldi hann
hafa á hendi yfirstjórn aðstoðarinnar þar. Ef riki
vildi verða aðstoðar aðnjótandi —- en á þvi skyldu
eiga kost öll Evrópuriki, sem aðhylltust stefnu frum-
varpsins og vildu taka þátt i allsherjaráætlun um
viðreisn Evrópu — var gert ráð fyrir því, að það
gerði sérstakan samning við Bandaríkjastjórn, þar
sem m. a. ýmsum skilyrðum yrði fullnægt. Skilyrði
þessi voru yfirleitt almenns eðlis. Ríkið skyldi skuld-
binda sig til þess að efla framleiðslu sína, koma
fjármálum sínum í viðunandi horf og hafa samvinnu
(46)