Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 86
Sporði, og sparast við það krókurinn inn að Hálf-
danartungum. Auk þess voru brúuð Heinabergsvötn
i Austur-Skaftafellssýslu og Skaftá undan Holti á
Síðu. Byggðar voru allmargar smábrýr og nokkrar
gamlar brýr breikkaðar og endurbættar. Flóðvarna-
garðurinn undir Vindheimabrekkum i Skagafirði
var treystur. Efnisskortur bagaði framkvæmdir i
símamálum. Hafinn var undirbúningur að stækk-
un sjálfvirku stöðvarinnar í Rvik. Lína var lögð frá
Hafnarfirði til Krýsuvíkur. Unnið var að jarðsíma-
lagningu milli Hvalfjarðar og Hrútafjarðar og lagður
héraðsjarðsími í Borgarfirði. Viðbótarlína var lögð
milli Lækjamóts og Hnausa i Húnavatnssýslu. End-
urbætur og breytingar á línum voru gerðar á Skóg-
arströnd, Skagafirði, Skaftafellssýslu o. v. Enn var
unnið að jarðsímalagningu á Oddsskarði. Innanbæj-
arkerfi ýmissa bæja voru og að meira eða minna
leyti lögð í jörðu. Notendasímar voru lagðir á næst-
um 300 sveitabæi. Talstöðvar og viðtæki voru sett
í mörg skip og báta. Opnað var talsímasamband við
Bandaríkin, Fraltkland, Belgiu og Sviss.
Verzlun. Bretland var langmesta viðskiptaland ís-
lendinga á árinu. Andvirði innfluttra vara frá
Bretlandi nam 190.3 millj. kr. (árið áður 164 millj-
kr.), frá Bandaríkjunum 121.3 millj. kr. (árið áður
111.3 millj. kr.), frá Svíþjóð 34.7 millj. kr. (árið
áður 56.2 millj. kr.), frá Danmörku 30.8 millj. kr.
(árið áður 32.8 millj. kr.), frá Kanada 18.8 millj. kr.
(árið áður 18.9 millj. kr.), frá Ítalíu 14.3 millj. kr.
(árið áður 4.9 millj. kr.), frá Póllandi 14 millj. kr.
(árið áður 2.2 millj. kr.), frá Tékkóslóvakíu 12.9
millj. kr. (árið áður 2.9 millj. kr.), frá Venezúela 12.3
millj. kr. (árið áður 3.6 millj. kr.), frá Frakklandi
9 millj. kr. (árið áður 3 millj. kr.), frá Sovétsam-
bandinu 8.9 millj. kr. (árið áður 9 millj. kr.), frá
Belgíu 8.8 millj. kr. (árið áður 5.5 millj. kr.), frá
Noregi 7.3 millj. kr. (árið áður 10.3 millj. kr.), frá
(84)