Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 113
Guðmundur Kamban. Sigurður Eggerz.
samdi Tryggvi á íslenzku, „Myrkur", sorgarleikur i 4
þáttum (1920), en leikrit hans „Regnið“ (1926) hef-
ur verið þýtt og flutt i útvarpið hér. Leikrit Gunn-
ars, „Dýrið með dýrðarljómann“, kom út í ágætri
þýðingu Jakobs ,Tóh. Smára 1922, en hefur ekki verið
sýnt. Tvö smáleikrit eftir hann hafa hins vegar
verið flutt í útvarpið, „Bræðurnir“ og „Hvi slær þú
mig?“
Á árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina var fremur
drungalegt yfirbragð leikritunar hér. „Skuggar" var
fyrsta leikritið íslenzka, sem sýnt var að styrjöld-
inni lokinni. Efni þess eru systkynaástir, eins og í
„Systkinum“ Davíðs Jóhannessonar, efnismeðferðin
er annars ólík því, sem Páll Steingrímsson átti bezta
til, tilfinningamergðin óskapleg og leikslokin hörmu-
leg. Mikið til sama er að segja um „Myrkur“ (1920)
og sjónleika þeirra Kristjáns Albertsonar (1897—)
og Andrésar Þormars (1895—), „Hilmar Foss“ og
„Dóma“ (bæði 1923). Kristján hefur ekki skrifað
annað leikkyns, en Andrés endurbætti „Dóma“ síð-
ar, og var leikurinn sýndur i Reykjavík 1931. Ekki
er stórum léttara yfir næstu leikritunum, sem fram
(111)