Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 85
syðra á Ströndum. Þá var og tekinn í notkun vitinn
á Digranesi við Bakkafjörð. Nýtt vitaskip, „Hermóð-
ur“, sem smíðað var í Svíþjóð, kom til íslands í
nóvember.
Mikið var unnið að vegagerð og viðhaldi vega viðs
vegar um land. Eru nú stórvirkar vinnuvélar æ meir
notaðar við vegavinnu. Akfærir vegir á landinu eru
nú nær 5000 km. Allvíða var unnið að vegagerð í
Borgarfirði og á Mýrum, t. d. frá Innra-Akranesvegi
að hinum fyrirhugaða ferjustað í Katanesi við Hval-
fjörð. Einnig var talsvert unnið i Álftaneshreppi á
Mýrum. Nokkuð var unnið í Ólafsvikurvegi á Snæ-
fellsnesi og í Dalasýslu, einkum í Klofningsvegi. Unn-
ið var í Reykhólasveit og Þorskafjarðarheiðarvegur
endurbættur. Kleifaheiðarvegur frá Patreksfirði til
Barðastrandar var fullgerður. Hafin var vegagerð út
með Patreksfirði að sunnan áleiðis til Hvalskers og
Rauðasands. Þá var og unnið í Tálknafirði og i
Óshlíðarvegi milli Bolungavíkur og Hnífsdals. Nokk-
uð var unnið i Bitruhálsvegi i Strandarsýslu. Á Norð-
urlandi var einkum unnið í Norðurárdal í Skaga-
firði og á Öxnadalsheiði. Einnig var unnið í Göngu-
skarðsvegi og Inn-Skagafjarðarvegi. Lokið var við
veginn yfir Siglufjarðarskarð, og var hann mikið
farinn um sumarið. Einnig var unnið að Lágheiðar-
vegi til Ólafsfjarðar, en honum var ekki lokið að
fullu. Á Austurlandi var unnið að Úthéraðsvegi, Fjarð-
arheiðarvegi, Oddsskarðsvegi o. v. Nokkuð var unnið
að vegagerð sums staðar í Skaftafellssýslum og Rang-
árvallasýslu. Nokkuð var unnið í Selvogsvegi, en lítið
i Krýsuvíkurvegi.
Byggðar voru tíu allstórar brýr. Var hengibrúin
á Jökulsá á Fjöllum mest þeirra, og var hún opnuð
fyrir umferð 20. sept. Auk þess voru brúaðar Álftá
á Mýrum, Hörðudalsá og Haukadalsá i Dölum, Arn-
arbýla og Móra á Barðaströnd og Þórsá á Vatns-
nesi. Norðurá í Skagafirði var brúuð undir Heiðar-
(83)