Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 105
sens (1898—1944) út frá skáldsögunum, en hann var
auk þess mikilvirkur þýðandi leikrita, staðfæröi sum
og frumsamdi gamanleika og revyur. Þá hefur Guð-
mundur G. Hagalín (1898--) snúiö skáldsögu sinni,
„Kristrún í Hamravík", upp í leikrit, og Lúrus Sigur-
björnsson (1903—4 „Á heimleið“, skáldsögu eftir
Guðrúnu Lárusdóttur. Leikfélag Reykjavíkur frum-
sýndi öli þessi leikrit.
Til viðbótar því, sem fyrr segir um eyfirzku leik-
ritahöfundana, verður enn að geta nokkurra norð-
anmanna. JóhannSch.Júhannesson (1888—) er þeirra
elztur og hefur slcrifað leikrit, sem ungménnafélög
í Eyjafirði og á Árskógsströnd hafa sýnt, eins og
„Hneykslið“ og „Óvinirnir“, en eitt leikrita hans, „í
dauðans greipum“, hefur verið prentað (1915). Jón
Björnsson (1891—1930) samdi sjónleikana „Tveir
heimar“ og „Hefndin“, þegar hann var ritstjóri á
Akureyri, og sýndi Leikfélag Akureyrar fyrri leikinn
1929. Freymóffur Jóhannsson (1895—) var um skeið
leiktjaldamálari á Akureyri og endurbætti leiksviðið
þar og siðar í Reykjavík með þvi að koma fyrir hring-
tjaldi á báðum stöðum, svo að upp frá því voru
loftreflar í útileiksviðum óþarfir. Eftir hann er leik-
ritið „Smaladrengurinn“ (1923), og eitthvað fleira
þess konar mun hann eiga í fórum sínum. Jóhann
Frímann (1900—) samdi sjónleikinn „Fróðá“ um
ástir Björns Breiðvíkingakappa og húsfreyjunnar á
Fróðá, og hefur sá leikur verið sýndur bæði á Akur-
eyri og í Reykjavik. Loks hefur Björgvin Guðmunds-
son tónskáld (1891—) auk nokkurra smáþátta samið
harmleikinn „Skrúðsbóndann“ og notar sem uppi-
stöðu austfirzka þjóðsögu; var leikurinn sýndur á
Akureyri 1941 við góðar undirtektir áhorfenda.
Þegar litið er á þau leikrit, sem hér hafa verið
nefnd átthagaleikrit, er einsætt, að sjónleiksgildi
jieirra, þ. e. líkindi til þess að þau njóti sín í með-
ferð á leiksviði, er hvað mest, þegar höfundurinn
(103)