Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 89
lítið að atvinnuleysi. Enn reyndist erfitt að fá fólk
til kaupavinnu í sveitum.
Mikið kvað að vinnustöðvunum á árinu. Seint í
janúar hófst sjómannaverkfall í Vestmannaeyjum og
stóð það fram i febrúar. í apríl gerðu áætlunarbíl-
stjórar í Rvík verkfall. 7. júní hóf verkamannafé-
lagið „Dagsbrún“ í Rvík verkfall, og stóð það til
7. júlí. Þá lögðu einnig vörubílstjórar, járniðnaðar-
menn og bifvélavirkjar i Rvík niður vinnu. Sjómenn
og verkamenn á Siglufirði og víðar á Norðurlandi
gerðu verkfall í júní, og stóð það fram í júlíbyrjun.
15. okt. hófu járniðnaðarmenn og klæðskerasveinar
í Rvík verkfall. Lauk verkfalli klæðskerasveina 3.
nóv., en járniðnaðarmanna ekki fyrr en 10. des.
Nokkur minni háttar verkföll voru og á árinu.
Ólafur Hansson.
íslenzk leikritun eftir 1874.
í.
íslenzk leikritun er háð íslenzku leiksviði. Á und-
an leikritun fer viðleitni til að lýsa fyrir áhorfend-
um viðbragði persóna i frásögn á svipstund með
orðum sögumanns og látbragði hans. Staður sögu-
manns er leiksvið, þegar hann yfirgefur frásöguna,
en hverfur að þvi að leiða atvikin ljóslifandi fram
fyrir sjónir tilheyrenda sinna með þeim ráðum, sem
hendi eru næst og fullnægja í það skiptið forvitni
tilheyrenda. Sögumaður er þá orðinn leikandi, og
oftast þarf hann að hafa meðleikendur; en staður-
inn, sem hann eða þeir standa á, skiptir alveg um
svip. Hann er ekki lengur í baðstofu, i þinghúsi, í
heyhlöðu eða pakkhúsi, og ekki er hann þriggja
veggja afhýsi, heldur er hann orðinn leiksvið, þar
sem atvik gerast á víðavangi, i höll og hreysi, suður
(87)