Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 35
að neitunarvaldinu hefur verið óspart beitt. Hefur
beiting þess haft þá verkun, að ráðið hefur í raun-
inni að verulegu leyti reynzt óstarfhæft. Það er
þess vegna eðlilegt og skiljanlegt, að óánægjan með
neitunarvaldið og gagnrýnin á því hafi farið vaxandi
en ekki minnkandi. Enn hefur samt eigi þótt fært
að afnema það, enda þótt tillögur hafi hvað eftir
annað komið fram i þá átt. Hvað ofan á verður í
framtíðinni í því efni, er ekki unnt að segja fyrir.
Eins og áður er vikið að, er það verkefni öryggis-
ráðsins að annast um varðveizlu friðar og öryggis
í heiminum. Fer það því með mikilvægasta hlutverk
bandalagsins. Er það og eiginlega valdamesta stofnun
Sameinuðu þjóðanna, þó að vald þess sé bundið við
þetta tilgreinda verkefni. Bandalagsríkin hafa geng-
izt undir að framkvæma ákvarðanir öryggisráðsins
i samræmi við ákvæði stofnskrárinnar. Kemur þar
fram greinilegur munur á valdaaðstöðu öryggisráðs-
ins og allsherjarþingsins. Ákvarðanir allsherjar-
þingsins eru ekki bindandi fyrir hin einstöku riki.
Vilji þau taka á sig þær skuldbindingar, sem leiða
af þeim ákvörðunum, verða þau að gera það sér-
staklega og á þann hátt sem lög hvers ríkis mæla
fyrir um. Ákvarðanir öryggisráðsins eru hins vegar
bindandi fyrir hin einstöku bandalagsríki, og þarf
eigi til þess neina sérstaka yfirlýsingu af þeirra
hálfu. Þau eru skuldbundin til að framkvæma fyrir-
skipanir öryggisráðsins. Þetta er mikilvæg regla, en
undan henni er einmitt stoðum kippt með ákvæð-
unum um neitunarvaldið. Er því hætt við, að regla
þessi verði meir í orði en á borði, að minnsta kosti
að þvi er tekur til stórveldanna og skjólstæðinga
þeirra.
Þriðja stofnun Sameinuðu þjóðanna er fjárhags-
og félagsmálaráðið. Það er skipað 18 meðlimum
bandalagsins. Eru þeir kjörnir af allsherjarþinginu.
Þar eiga engin bandalagsríki föst sæti. Allir með-
(33)
3