Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 52
leg, og hið siðara, hvort þátttaka i samstarfinu gæti
orðið til þess að stuðla að lausn efnahagsvandamála
þjóðarinnar.
Um fyrra atriðið, skilyrðin, er það að segja, að af
þeim skilyrðum, sem nefnd eru í lögunum, virðist
ekkert óaðgengilegt íslendingum nema það, að banda-
rískir þegnar eða bandarísk fyrirtæki geti hlotið jafn-
rétti við innlenda aðila til framleiðslu vissra vöru-
tegunda í landinu. Atvinnulöggjöf íslendinga er, að
því er snertir atvinnuréttindi útlendinga, strangari
en löggjöf flestra eða allra þjóðanna í Vestur-Evrópu,
og liggja til þess eðlilegar orsakir, þar eð landið er
stórt og lítt nytjað og stórauðug fiskimið við strend-
urnar, en þjóðin mjög fámenn og fátæk að fjármagni.
Eins og skilyrðið um þetta er orðað í lögunum, er
ekki hægt að fallast á það að óbreyttri atvinnurétt-
indalöggjöfinni, en varla mun nokkur hér á landi
mæla með því, að henni verði breytt þannig, að
ákvæði hennar verði rýmkuð. í lögum Bandaríkja-
þings er hins vegar ekki gert ráð fyrir því, að öll
skilyrðin þurfi að vera i sérhverjum samningi, sem
gerður verður, og fleiri skilyrði hefðu og getað komið
til greina en þau, sem nefnd eru.
Um hitt atriðið, þ. e. a. s. hvort þátttaka i þessu
samstarfi geti stuðlað að lausn efnahagsvandamál-
anna hér á landi, er það að segja, að vandamál þessi
eru hér að ýmsu leyti með öðrum hætti en í flestum
hinna 15 landanna. Hér er ekki um að ræða við-
reisnarvandamál, eins og í nær öllum löndunum
hinum. Hins vegar fór fjárhagskerfið allt úr skorð-
um, en verðbólgan og sú breyting, sem varð á þjóð-
arbúskapnum, hefur valdið mjög miklum almennum
gjaldeyrisskorti eftir stríðið, enda gengi erlends
gjaldeyris verið haldið óbreyttu. Jafnframt hefur
svo verið um að ræða enn tilfinnanlegri skort á sér-
stakri gjaldeyristegund, dollurum, þar eð íslending-
ar hafa flutt miklu minna út til dollaralanda en þeir
(50)