Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 96
nokkurs leiksviðs hér á landi, að ekki hafi „Skugga-
Sveinn“ verið sýndur þar. Verður leikurinn vafalaust
um langan aldur enn þjóðarleikur vor íslendinga.
Önnur leikrit Matthíasar, nema „Vesturfararnir“
(1886) og „Jón Arason“ (1900), eru tækifærisskáld-
skapur. „Helgi hinn magri“, dramatískar sýningar
eða söguleikur i fjórum þáttum í minning þúsund
ára afmælis Eyfirðinga (1890), „Hinn sanni þjóð-
vilji“ (1875) og „Til árs og friðar“ (1861), hvort
tveggja í sambandi við leiksýningar í Reykjavik, og
loks „Aldamót“, sjónleikur með kvæðum og kórum,
sýndur á Akureyri á gamlárskvöld 1900.
Langmerkast leikrita Matthíasar verður að telja
„Jón Arason", harmsöguleik (tragedia) i fimm þátt-
um. Það hefur ekki verið sýnt á leiksviði til þessa.
Matthías hafði löngu lokið Shakespeare-þýðingum
sinum og var orðinn þaulkunnugur dramatískum
skáldskap annarra þjóða, þegar hann samdi leik-
ritið. Engan þarf því að undra, þó að hann syndgi
stórlega upp á náðina í leikriti þessu og skjóti aftur
fyrir sig hugmyndum samtiðarinnar um leiksviðið á
íslandi og möguleika þess. Mikill mannfjöldi, tíðar
Ieiksviðsbreytingar og lítið jafnvægi milli einstakra
leikatriða torvelda sýningu á leiknum, en í hönd-
um leikstjóra, sem kann að hagnýta sér kjarnyrði
Matthíasar og þorir að steypa leikinn upp eftir tíma-
bærum kröfum leiksviðsins, mundi „Jón Arason“
vera einn hinn tilkomumesti leikur, sem vér eigum
völ á til sýningar.
Indriði Einarsson (1851—1939) var lærisveinn
Sigurðar Guðmundssonar. Hann kom ungur i skóla,
og hann tók handleiðslu listamannsins með Ijúfu
geði æskumannsins. Þar sem Matthías fjarlægðist
með tímanum stefnu Sigurðar og afmáði smám saman
vegsummerki þess, að Sigurður hafði fjallað um
fyrstu gerð „ÚUlegumannanna“, tók Indriði þvert
á móti til greina athugasemdir Sigurðar, þegar hann
(94)