Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 104
víkur 1939 og árið eftir í Vestmannaeyjum, en önnur
ieikrit eftir hann eru „Hreppstjórinn á Hraunhamri“
(1944), „Dómsdagur“og ævintýraleikarnir „Bergmál“
(1938), en auk þess hefur hann samið mesta urmui
af leikritsþáttum fyrir útvarp. Lipur talandi og kímni,
sem stundum er brandarakennd, eru enn sem komið
er höfuðeinkennin á leikritagerð Lofts.
Síra Jakob Jónsson (1904—) hefur samið sjó-
mannsleikritið „Öldur“, sem Leikfélag Reykjavíkur
sýndi 1940. Annað leikrit eftir síra Jakob var sýnt
vestur i Winnipeg veturinn 1938—39, en efnið í báða
þessa leika mun höf. hafa sótt til átthaga sinna austur
í Fjörðu. Útvarpsleikrit hefur hann þar að auki
samið og sögusjónleik um Tyrkja-Guddu, sem vænt-
anlegur er á prenti innan skamms.
Fyrir leiksviðið í Iveflavík hefur Helgi S. Jónsson
kaupmaður (1910—) samið mörg smáleikrit, og eins
hefur hann verið forgöngumaður um leiksýningar
þar síðustu árin. Helgi lék fyrst í Reykjavík í félagi
ungra manna, sem þeir nefndu Litia leikfélagið, og er
þess getandi vegna leikrita Óskars Kjartanssonar
(1911—1937), sem félagið sýndi. íslenzkt leiksvið
átti áreiðanlega á bak að sjá upprennandi leikrita-
skáldi, þegar Óskar Kjartansson féll frá. Ævintýra-
Ieikar hans: „Álfafell“, „Hlini kóngsson", „Töfra-
flautan“ o. fl. eru að vísu nokkuð unggæðislegir að
efni, en framsetningin er þróttmikil, og einstök leik-
atriði fara prýðis vel á leiksviði.
Nokkuð hefur verið af því gert víða um land að snúa
sögum upp i leikrit. Langflestar tilraunir til að afla
leiksviðinu efniviðar á þenna hátt hafa verið gerðar
út frá skáldsögum Jóns Thoroddsens. Leikritsgerðir
„Manns og konu“ og „Pilts og stúlku“ skipta tugum,
eins og lesa má í ágætu riti dr. Steingríms J. Þor-
steinssonar um Jón Thoroddsen og skáldsögur hans.
Vafalítið raá telja, að merkustu leikritin og þau, sem
líklegust eru til langlífis, séu leikrit Emils Thorodd-
(102)