Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 80
sinni fyrr hér á Iandi. Alls fórst 31 maður i flugslys-
um á árinu. 13. marz fórst flugvél við BúSardal, og
fórust þar fjórir menn, en nokkrir komust af. 29. maí
rakst áætlunarflugvél, er var á leiS frá Rvík til Ak-
ureyrar, á Hestfjall í HéSinsfirSi. Fórust allir, sem í
vélinni voru, 25 manns. Er þetta langmesta flugslys,
sem orSiS hefur á íslandi. 31. maí fórst smáflugvél
viS Varmadal á Kjalarnesi, og biSu þar tveir menn
bana.
Snorrahátíð. Hinn 20. júli var haldin SnorrahátíS
í Reykholti. AfhjúpaSi þá Ólafur, ríkisarfi NorS-
manna, myndastyttu Gústafs Vigelands af Snorra
Sturlusyni, en hana gáfu NorSmenn íslendingum.
Auk Ólafs ríkisarfa kom margt annarra NorSmanna
til íslands viS þetta tækifæri. Hátiðin var mjög fjöl-
sótt og fór vel fram. Ólafur ríkisarfi dvaldist nokkra
daga á íslandi og fór m. a. til Akureyrar. Hann af-
hjúpaði i Fossvogskirkjugarði minnisvarða um fallna
Norðmenn.
Stjórnarfar. Stjórn Ólafs Thors, sem beðizt hafði
lausnar i október 1946, var við völd fram i febrúar,
þvi að ekki tókst að mynda stjórn fyrr. Hinn 4. febr.
myndaði Stefán Jóh. Stefánsson nýja stjórn, og sátu
í henni auk hans Bjarni Ásgeirsson, Bjarni- Bene-
diktsson, Emil Jónsson, Eysteinn' Jónsson og Jó-
hann Þ. Jósefsson. Hinn 13. júlí fór fram aukakosn-
ing i Vestur-Skaftafellssýslu vegna brottfarar Gisla
Sveinssonar til Noregs. Kjörinn var frambjóðandi
Framsóknarflokksins, Jón Gíslason. Meðal laga, sem
sett voru á árinu, má t. d. nefna lög um fjárhagsráð,
verðlagseftirlit, innflutningsverzlun, eignakönnun,
fiskimálasjóð, útflutningsgjald af sjávarafurðum,
fyrningasjóð ríkisins, innkaupastofnun ríkisins,
framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu, verð-
miölun og sölu á landbúnaðarafurðum, orkuver og
orkuveitur, framfærslu, félagaheimili, matsveina- og
veitingaþjónaskóla og um inngöngu íslands i Bern-
(78)