Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 34
einstöku þjóðir hafa átt i verðveizlu friðar og ör-
yggis, og hvernig þær hafa unnið að öðrum mark-
miðum bandalagsins. Jafnframt skal þess þó gætt,
að dreifing fulltrúanna verði sem jöfnust eftir hnatt-
stöðu. Hver meðlimur ráðsins hefur þar einn full-
trúa. Öryggisráðið starfar allt árið og skal hafa fundi,
er þörf gerist. Fulltrúar í þvi skulu þess vegna að
staðaldri vera á aðsetursstað ráðsins.
Um atkvæðagreiðslu í öryggisráðinu eru sérstakar
reglur settar. Hver aðili ráðsins hefur þar eitt at-
kvæði. Til þess að ályktun ráðsins sé lögmæt, þurfa
a. m. k. 7 fulltrúar að hafa goldið henni jákvæði.
Þegar um er að ræða ályktun um fundarsköp eða
starfstilhögun ráðsins („procedural matters“) gildir
einu, hverjir þessir 7 fulltrúar eru. Til lögmætra á-
kvarðana í öllum öðrum efnum þarf jákvæð atkvæði
7 meðlima ráðsins, þar á meðal allra fulltrúa þeirra
stórvelda, sem fast sæti eiga í ráðinu. Þegar um er
að tefla aðgerðir til friðsamlegrar lausnar deilumála,
skal deiluaðili sitja hjá við atkvæðagreiðslu, og tekur
það jafnt til stórveldanna sem annarra. Samkvæmt
þessu verður aðalreglan sú, að lögmæt ákvörðun
verður því aðeins gerð í öryggisráðinu, að öll stór-
veldin samþykki hana og a. m. k. tveir af hinum
kjörnu fulltrúum að auki. Er með ákvæði þessu
gerð mikilvæg undantekning frá meginreglunni um
jafnræði allra bandalagsríkjanna. Með þessu er
hverju stórveldanna sem er fengið vald og aðstaða
til þess að hefta hvers konar ákvarðanir og aðgerðir
öryggisráðsins. Eitt stórveldanna getur stöðvað eða
komið í veg fyrir aðgerðir, sem allir hinir meðlim-
irnir eru sammála um, að nauðsynlegar séu. Þetta er
hið svokallaða neitunarvald stórveldanna.
Því verður naumast mótmælt, að regla þessi tak-
markar mjög vald og getu öryggisráðsins. Hefur hún
þvi frá öndverðu sætt mikilli andúð og gagnrýni.
Reynslan hefur einnig orðið sú, sem kunnugt er,
(32)