Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1949, Blaðsíða 110
stað sem ógleymanlegri æskuminningu, er heimilis-
fólkið á Laxamýri lék sjónleik. Þá gerði hópur skóla-
bræðra hans hróp að dönskum farandleikurum og
óspektir á sýningu þeirra, svo að „lögregluþjónninu
réð ekki við neitt“, og var þetta leikhúsuppistand
talið stafa af „leikmenntalegri vandfýsni tveggja eða
þriggja unglinga“. Þó að Jóhann væri þar ekki í
flokki, hefur svo einstæður atburður ekki farið fram
hjá honum. Á þessum árum var Leikfélag Reykjavík-
ur stofnað, og leikið i þremur leikhúsum í bænum,
svo að það verður ekki með sanngirni sagt, að Jó-
hann hafi fyrst kynnzt leiklistinni erlendis. Sann-
leikurinn er líka sá, að kröfur Jóhanns til leiksviðs-
ins í þremur helztu leikritum hans, „Bóndanum á
Hrauni" (1908), „Fjalla-Eyvindi“ (1911) og „Galdra-
Lofti“ (1915) eru býsna hógværar, og hefði hann
ekki þurft að fara út fyrir landsteinana til að kynn-
ast fyrirsögn um leiksvið, sem hæfði þessum leik-
ritum. En kröfur Jóhanns til leikenda eru miklar,
og á þeim tima, er leikarnir komu fram, alveg nýjar
og óvæntar hér á landi. Þetta kemur fram í viðræð-
um fólksins, klið leiksins og íburði tilfinningauna.
Indriði Einarsson sagði: „Yinnumenn Jóhanns tala
eins og lærðir menn,“ og raunsæismaðurinn Bjarni
Jónsson hnaut um síðara atriðið, þó að hann viður-
kenndi, að efni leiksins væri stórkostlegt. „Það, sem
mest hefur óprýtt önnur leikrit hans (J. S.) og þetta
(,,Fjalla-Eyvind“) að nokkru leyti lika, er alltof mikil
tilfinningamergð og gjálfrandi viðkvæmni," sagði
hann og bætir við: „Víða i orðaskiptunum verður
maður oft hissa á allri þeirri fordild og öllum þeim
skáldskap, sem fólkið er að fara með.“ Þess ber að
gæta, að leikrit Jóhanns komu fram, þegar halla tók
undan fæti fyrir raunsæisstefnunni og ný-rómantíkin
var tekin að skjóta upp kollinuin hvarvetna. Hann
var þeirrar stefnu maður, og leikrit hans sigruðu n
erlendum vettvangi, eins og þau sigruðu raunræis-
(108)